Eiga einkafyrirtækin að sjá um og kosta framhaldskólana?

Vangaveltur skólameistara MA lýsa miklum metnaði stjórnvalda í skólamálum - eða hitt þó heldur. Stjórnendur annars elsta framhaldsskóla landsins gælir við þá hugmynd að gera skólana að einkaskóla svo hægt sé að betla peninga hjá einkafyrirtækjum til að reka skólanna af því að hann fær ekki nóg rekstrarfé. En þetta er eins og víða í heilbrigðiskerfinu þar sem sífellt fjársvelti og óstjórn hefur ýtt fagfólki út í pælingar um að stofna bara einkafyrirtæki til að reka þetta. Og vo kemur það upp að hið opinbera kunni ekki að reka stofnanir eða fyrirtæki. En kannski hægri stjórnir bara vilji ekki reka sínar stofnanir sómasamlega, þær vilja einkavæða þær.
mbl.is Verður Menntaskólinn á Akureyri gerður að einkaskóla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Ertu þá Einar að segja það að vinstri stjórnir stýri betur stofnunum sínum. Þvílíkur þvættingur maður, það hefur sagan aldrei sýnt, aldrei nokkurn tímann hefur nokkur ríkisstofnun verið rekin betur en einkastofnun, hvorki undir hægri stjórn, né vinstri. Af hverju mega einkafyrirtæki ekki styrkja menntun, það eru einkaaðilar sem njóta aðallega góðs af menntuninni, ekki ríkistofnanir. Ég starfa sem kennari og hef kennt í nokkrum skólum. Núna kenni ég í einkarekna skólanum Hraðbraut, og þetta er einfaldlega ekki samanburðarhæft.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 17.6.2007 kl. 20:24

2 Smámynd: Einar Ólafsson

 Nei, vinstri stjórnir stýra ekki stofnunum sínum endilega betur en hægri stjórnir, enda stýra ríkisstjórnirnar almennt ekki stofnunum. Þær ráða einhverja til þess rétt eins og stórfyrirtækin, rétt eins og Baugur ræður einhvern til að reka verslanir og annan til að reka blað. Hins vegar skapa þær skilyrðin og undir þeim getur verið spilling sem kemur niður á rekstri stofnana. Og sagan sýnir kannski ekki endilega mun á hægri og vinstri hvað það varðar. En það getur hvarflað að manni að ríkisstjórn sem vill einkavæða sem flest finnist ekki verra ef opinberi reksturinn fær óorð á sig.

Það ekkert lögmál að einkafyrirtækjum sé betur stjórnað en opinberum fyrirtækjum og stofnunum. Það er gjarnan látið sem svo að menn verði að hafa einhvern eigin fjárhagslegan ávinning til að rekstur sé góður. En bæði í einkarekstri og opinberum rekstri eru margir sem hafa metnað og trúmennsku til að gera vel eða finnst það bara skemmtilegra. Og það þarf samkeppni, segja menn. En samkeppni er meira en að fá meiri arð en keppinauturinn. Það er líka samkeppni í opinberum rekstri, það skiptir skólastjórnendur máli að skólinn hafi gott orð á sér.

Það má vera að einkaaðilar megi styrkja menntun, en almennt ætti að fara býsna varlega í það. Það er skrýtið hvað fáir setja fyrirvara við einkavæðingu fjárveitingarvaldsins, að það verði í höndum einhverra manna, sem af einhverjum ástæðum hafa yfirráð yfir miklum fjármunum í gegnum fyrirtækjarekstur, hvernig skólar, heilbrigðistofnanir, menningarstofnanir o.s.frv. fái fjármagn og að þessar stofnanir þurfi sífellt að vera að treysta á velvild einhverra einkaaðila sem aldrei hafa verið kosnir til sinna valda. Er það eðlilegt að ég borgi rekstur MA gegnum verðið í einhverjum búðum heldur en gegnum skattinn? Nei, þá vil ég frekar lægra verð fyrir vöruna - eða að verslunareigandinn borgi skatt af gróðanum.

Einar Ólafsson, 17.6.2007 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband