Mælirinn fullur!

Er ekki óhætt að segja nú að mælirinn sé fullur. Komið að stjórnmálaslitum, það er eitthvað sem íslenska ríkisstjórnin getur gert. Utanríkisráðherra hefur sagt að mikilvægt sé að halda upp samræðum, en hversu lengi á maður að spjalla við fjöldamorðingjann? Og svo er viðskiptabann. sem verður að vera alþjóðleg aðgerð. Og sjálf getum við hundsað Evróvisjón í vor ef Ísraelar verða með - eða aðra menningartengda atburði.
mbl.is Landher Ísraels inn á Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Meinhornið

Hvað þarf Hamas að skjóta mörgum eldflaugum á ári á Ísrael til að þú nennir að æsa þig við þá? 3000 er greinilega ekki nóg...

Meinhornið, 3.1.2009 kl. 19:27

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það vita allir,  að það að bera fyrir sig þessi ragettuskot sem ástæðu fjöldamorða Ísraelska hersins á íbúum Gaza,  er bara fyrirsláttur IDF.  Þ.e. það vita allir em á annað borð hafa smá glóru í hausnum.

Aumt própaganda ætlað einfeldingum og fófróðum einstaklingum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.1.2009 kl. 19:36

3 Smámynd: Meinhornið

Nú af hverju hætta þeir þá ekki að skjóta þessum eldflaugum??? (sem hafa drepið 3 á undanförnum dögum, þarf af tvær palestínskar skólastúlkur).

Hvað græða þeir á að skjóta þessum eldflaugum? Ekkert!

Hverju eru þeir að tapa á því? Öllu!

Meinhornið, 3.1.2009 kl. 19:44

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Hjartanlega sammála þér Einar - ég er alveg miður mín - ég vildi að fólk vissi betur hvað fólkið á Gaza þarf og hefur þurft að þola... áður en það ákveður að tjá sig.

Birgitta Jónsdóttir, 3.1.2009 kl. 19:48

5 Smámynd: K Zeta

Alveg rétt Meinhorn.  Það vantar alltaf hina hliðina þegar talað er um Palestínu, þ.e. þátt arabanna í þessum deilum.  Því miður virðast vinstri- naívistar telja sig geta sparkað í Ameríkana gegnum Ísrael og eru tilbúnir að gefa afslátt á hegðan Araba heima og að heiman.

K Zeta, 3.1.2009 kl. 20:38

6 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Það er skelfilegt til þess að hugsa að skriðdrekarnir skulu vera komnir á Gaza. Veslings fólkið sem þarna býr. Við verðum að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Það er akkúrat það sem þeir óttast - að lýðræðisríki vilji ekkert með þá hafa.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 3.1.2009 kl. 21:01

7 identicon

Ef ég, litla Vala væri að berjast við risa, myndi ég reyna öll fantabrögð til að fella hann áður en hann myndi traðka mig niður. Það er ekki fallegt, en nauðsynlegt til að drepast ekki. Ísrael er risinn, palestína litla ég.

Vala (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 21:02

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þessar ragettur eru aukaatriði sem skipta engu raunverulegu máli í þessu sambandi.   Meðan Ísrael heldur palestínumönnum í pyntingabúðum munu þeir mega eiga von á því að palestínska þjóðin defendi sjálfa sig.   

Ísraelski herinn er að fremja fjöldamorð á íbúum Gaza.  Fjöldamorð.

Að ætla að réttlæta barbarískt fjöldamorð með því að ragettum sé skotið - ja, það þarf undarlegt innræti til slíks og engum sem hefur pínulitla glóru  um hvernig ástand og aðstæður eru í viðkomandi máli dettur í hug eitt augnablik að nota slíka hálfvitaréttlætingu.  Enda er umrædd réttlæting própaganda hönnuð af IDF ætluð kjánum - og virkar örugglega ágætlega þannig.

Fólk á að horfa á aljazeera stöðina (þ.e ef það hefur aðgang að henni) til að fá að vita hvað raunverulega er að gerast)

Ísraelar eru að vinna eitthvert hið mesta níðingsverk í sögunni.  Viðurstyggðin er slík að engin orð ná yfir það.

Svo kemur forseti US bara eins og krakki inní málið.  Eins og algjör einfeldingur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.1.2009 kl. 21:04

9 Smámynd: K Zeta

Kristín; Og taka upp stjórnmálasamband við Íran?  Ísrael er eina lýðræðislandið þarna niðurfrá og ógnar Múslima- karlaveldi nálægra arabaríkja.  Meðan þessu stríði er til að dreifa þá þurfa Egyptar ekki að svara fyrir umskorning kvenna né önnur brot gegn konum og börnum.  Þess vegna skil ég ekki hvers vegna vinstri- grænir femínistar eru að taka upp hanskann fyrir aröbum?  Nema kannski til að koma höggi á Bandaríkin og gefa afslátt af hegðan araba heima og heiman.

K Zeta, 3.1.2009 kl. 21:15

10 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

K_Zeta hvað nákvæmlega hefur umskurður kvenna, lýðræði og karlaveldi beint með innrás Ísraela á Gaza að gera. Það er samt eins og þú kallar það "eina lýðræðislandið þarna niðurfrá" sem er að ráðast á "Múslima- karlaveldi" slátrandi konum og börnum. Myndi þetta lýðast ef þessu væri öfugt farið? Aldrei!!!!!! Þessi vörn ykkar fyrir Ísraelsríki og gjörðum þess er ömurlega sorgleg.

Jónas Rafnar Ingason, 3.1.2009 kl. 21:41

11 identicon

Kominn tími til að tukta þessa hamas hryðjuverkamenn duglega til.  Sennilega fela þeir sig núna bak við pilsfalda kerlinganna sinna, skríða niður í kjallara spítala eða barnaskóla  eða steina eins og venjulega.l

Aumingjar!

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 21:59

12 identicon

Ég á ekki til orð hversu mikil fáfræði getur flætt fram af fingrum ykkar Meinhorn og K_Zeta að geta talað svona. Svona fyrir utan þá augljósu staðreynd að maður á aldrei að réttlæta morð á neinum, þá getið þið ekki verið svo vitlausir að líta á hlutföll eins og dauða 40 palestínumanna/kvenna/BARNA á móti hverjum 1 ísraelsmanni/konu/BARNI!! Það er ekki réttlætanlegt og verður ALDREI!! Morð á börnum og saklausu fólki er aldrei réttlætanlegt! Alveg sama hvaða skoðanir það hefur, hvaða trú eða kynþætti það tilheyrir eða hvaða landsvæði það á eða átti!!   

Ásta Óskarsd. (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 23:13

13 Smámynd: corvus corax

Einhverjar eldflaugar til eða frá yfir landamæri ríkjanna sitt á hvað skipta engu máli enda algjört aukaatriði. Aðalmálið er það að síðan gyðingum var plantað niður á palestínskt land árið 1946 með valdníðslu vesturveldanna hafa þeir unnið markvisst að því að sölsa undir sig allt landsvæði Palestínu og markmið zíonista er að útrýma palestínsku þjóðinni. Hér eru ísraelsmenn að leika nákvæmlega sama leik og leikinn var gegn gyðingum í Þýskalandi í stríðinu. Gyðingar eru að leiða palestínsku þjóðina í helför sem hefur eitt og aðeins eitt markmið: útrýming Palestínumanna. Og þjóðir heims undir merkjum SÞ munu sitja hjá og aðhafast ekki. Skrítið að SÞ skyldi leggja velþóknun sína yfir innrás USA og Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar í Írak. Það er aðeins eitt vandamál fyrir botni Miðjarðarhafs og það heitir Ísrael. Það kemur að því að Arabaþjóðirnar nái að sameinast um útrýmingu Ísraels og þá verða SÞ fljótar til að grípa inn í.

corvus corax, 4.1.2009 kl. 07:08

14 identicon

Stjórnvöld á Íslandi, þessir þjóðkjörnu fulltrúar okkar sýna okkur og heimsbyggðinni allri að þau hugsa ekki með hjartanu, þegar þau sýna heigulshátt og lyddueðli með aðgerðarleysi leysi sínu gagnvart augljósum stríðsglæpum gyðingana á Palestínumönnum. Þessi sama stjórn sýndi það svo um munar að hún notaði ekki heilann, þegar hún afhennti fjárglæfra- mönnum ríkisbankana með þeim afleiðingum að nú er brosað og jafnvel hlegið að Íslendingum um heim allan.  Hvaða líffæri notar þessi stjórnarnefna eiginlega við ákvarðana tökur sínar.

Jónatan Karlsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 09:12

15 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Við  'Íslendingar eigum að fordæma allar hernaðaraðgerðir hvaða nafni sem þær nefnast hvort sem heitir Palestínumenn eða Ísraelsmenn ,Þessi deila er búinn að standa yfir í tugi ára og jafnvel hundruð ára þarna suðurfrá ,þó tók steininn úr þegar Gyðingar fengu afhend land af sigurvegurum í seinni heimstyrjöldinni til þess að búa á og arabar eða Palestínumenn voru hraktir á braut sem voru búnir að búa á þessu svæði  í hundruð ára .Það að Gyðingar geti ekki deilt þessu landi með öðrum sem voru fyrir, sýnir hugsun þeirra

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 4.1.2009 kl. 13:21

16 identicon

Utanþingsstjórn strax. Stjórnin ræður ekki við verkefnið og stjórnarandstaðan í heild sinni vita gagnslaus, ef undan eru skildir 2- 3 þingmenn græningja. Þingmönnum er ekki treystandi þeir eru flestir orðnir gegnsósa af spilltu hugarfari sem hefur svifið yfir þjóðarskútunni síðustu áratugina og við sjáum ekki út úr. Utanþingsstjórn. Tíu manna stjórn valdra einstaklinga, sem hafa þekkingu, þrek og þroska til að koma skútunni að landi. Utanþingsstjórn strax. Ekki fórna dýrmætum tíma í jafl og jarm, sem engu skilar. Þetta er mín skoðun.

kolbrún (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 13:29

17 Smámynd: molta

"Sérfræðingarnir" segja að ísraelar séu hinir seku í þessu máli, þeir hafi brugðist við með blóðugri sveðju þegar einhver sýndi þeim puttann.

Massív mannréttindabrot

molta, 4.1.2009 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband