Fyrirmyndarfólk – í alvöru

Það má kannski segja að það sé alvarlegt mál og lögbrot, að fara inn í autt hús sem einhver annar á og búa þar um sig með starfsemi án arðsemissjónarmiða - rétt eins og á hinn bóginn  þótti ekki tiltökumál og stangaðist ekki á við bókstaf laganna, að fámennur hópur lagði hér undir sig allt í þessu landi, fiskimiðin, bankana, matvöruverslunina og verslun yfirleitt, var byrjaður að sölsa undir sig jarðeignir út um allt land - og lagði undir sig lóðir og heilu hverfin í Reykjavík til að rífa hús og byggja upp aftur undir verslunarmiðstöðvar, skrifstofubyggingar fyrir fjármálabraskið, lúxusíbúðir og - jú, jú eitthvað af íbúðum fyrir venjulegt fólk. Og setti svo allt samfélagið á hausinn. Með þeim afleiðingum meðal annars að húsnæði, hálfbyggt eða fokhelt, eða lóðir með engu nema skolplögnunum, er mannlaust út um allar þorpagrundir meðan fórnalömb arðránsins eru að missa húsnæði sitt, sem þau unnu fyrir með heiðarlegum hætti.

 

Við þessar aðstæður ætti að verðlauna ungt fólk, sem hefur framtak til að setjast að í auðum húsum, sem byggingarfélög hafa keypt til að rífa og braska með (ég tek það reyndar fram að ég þekki ekki til þessa fyrirtækis, sem á umrætt hús við Vatnsstíg). Í umræðum stjórnmálamanna í sjónvarpinu í gærkvöldi - í því kjördæmi sem Vatnsstígur tilheyrir - var mikið talað um að það þyrfti að passa upp á að fólk héldi virkni sinni í þessu atvinnuleysisástandi, sem nú er skollið á, og ýta undir framtaksemi þess. Ef við horfum á samhengið, þá var kannski einmitt hér á ferðinni framtak, sem var á margan hátt til fyrirmyndar. Það ætti kannski að kalla þetta unga fólk suður á Bessastaði næst þegar orðuveitingar fara fram. Það er bara vísast að þau vilji setja á sig önnur barmmerki en fálkaorðuna - og kjósi frekar stuðning venjulegs alþýðufólks. Við ættum kannski að líta á þessa hústöku sem tákn fyrir þá baráttu sem við ættum öll að vera að heyja.


mbl.is Sextán handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mikið svakalega er ég sammála þér, Einar!

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.4.2009 kl. 14:30

2 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Hárrétt greining Einar.

Björgvin R. Leifsson, 15.4.2009 kl. 15:38

3 identicon

Mikið er gaman að sjá að einhver flokkapólitíkus skilur hugsjónir hústöku-fólks. Vonandi nær það lengra en bara fram a kosningum!

Rauðhaus (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 16:21

4 identicon

Það má alveg berja þessa sjálfsögðu vitneskju inn í höfuðið á fleiri og jafnvel hátt settari pólítíkurm.

Gunnsi (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband