Hvað er svona merkilegt við það – að höndla með aura?

Þetta er athyglisverð frétt. Fjármálaráðherrar G20-ríkjanna þurfa að koma sér sérstaklega saman um hvernig eigi að meðhöndla kaupauka stjórnenda fjármálafyrirtækja. Einhvern veginn hefur þótt sjálfsagt að þeir fái ríflega kaupauka fyrir árangur í starfi, og enn þykir það sjálfsagt þótt nauðsyn þyki að setja einhverjar hömlur á græðgina.

Hvað er merkilegra við árangur fjármálafyrirtækja en annarrar starfsemi? Raunar eru fjármálafyrirtækin ekki að framleiða neitt þó að vissulega skipti þau máli í starfsemi samfélagsins og framleiðslu þess. En þau skipta ekki meira máli en sjálf framleiðslufyrirtækin (þar þekkist auðvitað akkorð og bónusar, en ekki í þeim mæli að fjármálaráðherrar G20-ríkjanna þurfi að eyða tíma í að setja þeim reglur), nú eða skólarnir, sjúkrahúsin og önnur samfélagsleg starfsemi.

Er ekki kominn tími til að endurskoða fjármálakerfið í heild - skipulag þess og ekki síður tilgang? Eins og það er núna, einkum þegar árangurinn er mestur, er það fyrst og fremst afætukerfi, arðránskerfi - eða af hverju sitjum við uppi með æseif? Þar skiluðu kaupaukarnir sér heldur betur (með langtímaárangri)!

http://notendur.centrum.is/~einarol/bankar.html


mbl.is Samkomulag um kaupauka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna kemur þú með alveg hárettan pistil um fjármálageiran þetta eru afætur að stórum hluta,og stjórnmálapakkið spilar á fullu með.

magnús steinar (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 12:16

2 Smámynd: Hilmar Sigvaldason

Mér dettur nú bara í hug hvort ekki væri hægt að koma á slíku kerfi í leikskólum landsins. Það held ég að myndi glaðna yfir mörgum þeim sem eru í lægri stigum launakerfisins.

Þessir andskotans bankamenn með öll þessi fáranlegu háu laun þurfa líka að fá bónusa upp á hundruðir milljóna. Eins og launin þeirra séu ekki fyrir alveg andskotans nóg.

Það er komið að því að gera hlut almennings bærilegan en ekki að troða upp í rassgatið á þessu  græðgisvæðingapakki.

Hilmar Sigvaldason, 7.9.2009 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband