Vinstri stjórnin og stéttaređli ríkisins

Birtist í Smugunni 3. desember 2009

Í nýjasta hefti Skírnis (haust 2009) er athyglisverđ grein eftir Ólaf Pál Jónsson ţar sem hann fjallar um samfélag og stjórnkerfi á Íslandi og ţađ uppgjör sem ţarf ađ verđa eftir haustiđ 2008. Í ţessari grein getur hann ţess ađ Alţingi eigi samkvćmt stjórnskipan ríkisins ađ vera í senn samrćđuvettvangur og löggjafi um grundvallaratriđi í stjórn ríkisins. Raunin sé hins vegar sú ađ Alţingi sinni hvorugu hlutverkinu međ sómasamlegum hćtti. Hvađ síđarnefnda hlutverkiđ snertir segir hann ţingiđ vera vart nema skopmynd af ţví sem ţví er ţó ćtlađ ađ vera og ţađ birtist best í ţví ađ málţóf hefur veriđ helsta leiđ minnihluta til ađ hafa áhrif á framgang mála, rök skipti engu máli, gagnrýni sé ekki svarađ. Ástćđan sé sú ađ Alţingi er fyrst og fremst vettvangur valdabaráttu (s. 292-293).

 

Flokksrćđi?

Í ţessu samhengi er vert ađ leiđa hugann ađ ţví ađ Alţingi skiptist venjulega í meirihluta og minnihluta og yfir minnihlutann er haft sérstakt orđ, stjórnarandstađa. Ţetta orđ segir mikiđ, í ţví felst sú hugmynd ađ Alţingi starfi ekki saman, ţar sameinast ţingmenn ekki til ađ vinna samfélaginu sem mest gagn, heldur er minnihlutanum ćtlađ ađ vera í andstöđu viđ meirihlutann og ţvćlast fyrir honum. Á móti tekur meirihlutinn ađ sjálfsögđu sem minnst mark á minnihlutanum, andstöđunni, og kemur í veg fyrir ađ hann komi nokkru máli ađ. Ţetta á raunar líka viđ um sveitarstjórnir, alla vega í stćrri sveitarfélögum, ţó ađ minnihlutinn sé ekki kallađur stjórnarandstađa ţar. Um ţađ skrifađi ég litla grein ađ loknum sveitarstjórnakosningum voriđ 2006.

 Í búsáhaldabyltingunni síđastliđinn vetur var mjög kallađ eftir öđrum vinnubrögđum á Alţingi, ţađ var mjög gagnrýnt sem og stjórnmálaflokkarnir. Margir töldu „flokksrćđi" mikinn skađvald í íslenskum stjórnmálum og ţađ ráđa nokkuđ miklu um ţessi vinnubrögđ á Alţingi, ţar sem flokkarnir hugsi mest um eigin hag og sé kappsmál ađ halda hinum flokkunum niđri. Hafi einhver haldiđ ađ ástandiđ á Alţingi skánađi í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar, ţá voru ţađ miklar gyllivonir. Einmitt ţegar ćtla mćtti ađ ţingmenn sneru nú bökum saman til ađ bjarga ţjóđinni upp úr ţeirri forarvilpu sem hún var lent í er stjórnarandstađan hatrammari en nokkru sinni fyrr og umrćđur á Alţingi hafa ađ undanförnu einkennst af frammíköllum og stóryrđum sem ekki ţekkjast annars á samkomum ódrukkins fólks.

 

Stéttaskipting

Ég held ţó ađ sökina sé ekki síđur og kannski miklu fremur ađ finna í öđru fyrirbćri íslensks samfélags, fyrirbćri sem hefur veriđ furđu lítiđ til umrćđu ađ undanförnu. Ţađ er stéttaskiptingin. Í framhjáhlaupi má geta ţess ađ ţegar ţessi orđ eru „gúgluđ" á netinu, ţá kemur orđiđ „flokksrćđi" fyrir 15.400 sinnum en „stéttaskipting" ađeins 8.350 sinnum (athugađ 2.12.2010). Sem sagt nćrri helmingi sjaldnar. Og viđ snögga skođun virđist í flestum tilfellum ekki vera fjallađ um stéttaskiptingu í íslensku samfélagi nútímans.

Í grein sinni vísar Ólafur Páll (s. 298) til umfjöllunar Johns Rawls um fimm ţjóđfélagsgerđir međ tilliti til hugmyndar hans um réttlátt samfélag. Ein ţessara ţjóđfélagsgerđa er kapítalískt velferđarríki, en Ólafur Páll gerir ráđ fyrir ađ íslenskt samfélag síđustu áratuga fari nćst ţví ađ falla undir ţá ţjóđfélagsgerđ. Samkvćmt Rawls „leyfir kapítalískt velferđarríki ađ lítill hluti borgaranna sé nćr einráđur um framleiđslutćkin" (s. 298). „Ţađ leyfir mjög mikinn ójöfnuđ í eignarhaldi á raunverulegum verđmćtum (framleiđslutćkjum og náttúrulegum auđlindum) ţannig ađ stjórn efnahagslífsins og verulegs hluta af pólitísku lífi hvílir í fárra höndum" (s. 300). Og Ólafur Páll bćtir viđ ađ „efnahagslegur auđur er [í kapítalísku velferđarríki] ávísun á áhrif og völd sem ná langt út fyrir mörk efnahagslífsins, m.a. inn á vettvang stjórnmálanna" (s. 301). Ţetta minnir óneitanlega á hugmyndir marxista um stéttaređli ríkisins, ţótt Ólafur Páll nefni ţađ ekki beinum orđum í grein sinn.

 

Ríkiđ verkfćri auđstéttarinnar

Breski stjórnmálafrćđingurinn Ralph Miliband skrifađi í bók sinni, The State in Capitalist Society, sem kom út áriđ 1969:

Jákvćđ afstađa ríkisstjórna í ţróuđum auđvaldslöndum til hins einkarekna hagkerfis og trú ţeirra á ađ ţetta kerfi sé skynsamlegt veldur ţví fyrst og fremst ađ svigrúm til ađ leysa ýmis vandamál verđur mjög takmarkađ. Raymond Aron hefur skrifađ ađ „ţađ er ljóst ađ í stjórnkerfi, sem byggist á einkaeignarrétti á framleiđsluöflunum, geta ţau stefnumiđ, sem löggjafarsamkoman og ráđherrarnir fylgja, ekki gengiđ í berhögg viđ hagsmuni eigendanna." Hann telur ţessa fullyrđingu svo augljósa ađ međ henni sé ekki veriđ ađ upplýsa neitt. Hún ćtti kannski ađ vera svo augljós, en hún virđist ekki vera ţađ fyrir flesta vestrćna stjórnmálafrćđinga. Ţeir álíta ekki ađ ríkiđ dragi taum kapítalískra hagsmuna eins og prófessor Aron fullyrđir.

Ţessi tilhneiging hefur geysimiklar afleiđingar fyrir hin pólitísku stefnumiđ. Ef ríkiđ á ađ leysa eđa greiđa úr langri flćkju efnahagslegra eđa félagslegra vandamála krefst ţađ einmitt ţess ađ ríkisstjórnir verđa ađ vera viljugar til ađ ganga í berhögg viđ ţessa hagsmuni. Ţađ hefur gífurlegar afleiđingar fyrir lífiđ í slíkum samfélögum ef ríkisstjórnirnar hafa ekki vilja til ţess. Ef ríkisstjórn stćđi frammi fyrir stórum glćpahring og sagt vćri ađ enginn gćti búist viđ ađ hún mundi ganga í berhögg viđ hagsmuni hans, ţá ţćtti vćntanlega engum ţannig fullyrđing vera svo sjálfsögđ ađ hún segđi ekki eitthvađ um eđli og hlutverk slíkrar ríkisstjórnar. Ţađ sama á viđ um fullyrđinguna sem prófessor Aron settur fram svo léttilega og ýtir til hliđar. (bls. 87-88)

Einhverjum lesanda kemur kannski í hug núverandi ríkisstjórn Íslands, ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grćnna, ríkisstjórn sem hefur kallađ sig fyrstu hreinu vinstri stjórnina á Íslandi, stjórn sem hefur norrćnt velferđarsamfélag ađ markmiđi. Og hér međ sé eitthvađ sagt um eđli og hlutverk ţeirrar ríkisstjórnar. Ţađ má vel vera, en ţađ er ţá ekki eđli og hlutverk ţeirrar ríkisstjórnar út af fyrir sig, heldur er ţađ eđli og hlutverk slíkrar ríkisstjórnar, ţađ er hvađa ríkisstjórnar sem fer međ stjórnartaumana í íslenska auđvaldsríkinu.

 

Stjórnmálaflokkar eignastéttarinnar

Í bók sinni fćrir Ralph Miliband rök fyrir ţví, međ tilvísunum í rannsóknir á samfélögum í Vestur-Evrópu og Norđur-Ameríku, ađ auđvaldssamfélög séu stéttskipt samfélög. Ţađ á einnig viđ um Ísland, ţótt ţađ skipi eflaust nokkra sérstöđu vegna fámennis og ţess hve ungt ţađ er sem auđvaldssamfélag, fullmótađ ekki mikiđ meira en aldargamalt. Miliband fćrir líka rök fyrir ţví ađ eignastéttin eđa borgarastéttin sé valdastétt í auđvaldssamfélaginu og völd hennar séu ekki bara hrein efnahagsleg völd heldur líka pólitísk. Ríkiđ, sem er ekki bara ríkisstjórnin, er meira og minna ađlagađ hagsmunum borgarastéttarinnar, hinum kapítalísku hagsmunum, ríkisstjórnin er háđ ţessu stéttaređli ríkisins og efnahagslegum og pólitískum völdum borgarastéttarinnar. Borgarastéttin, eignastéttin, rćđur framleiđslutćkjunum og miklum hluta fjármagnsins í samfélaginu en hún hefur líka sína fulltrúa í pólitíska kerfinu, í löggjafarţinginu gegnum stjórnmálaflokka sína (hér fyrst og fremst Sjálfstćđisflokkinn en einnig Framsóknarflokkinn) og í stjórnkerfinu gegnum embćttismenn. Ţetta var mjög augljóst lengst af á síđustu öld ţegar stjórnendur Sjálfstćđisflokksins, ţingmenn og ráđherrar voru margir hverjir tengdir helstu stjórnendum íslenskra fyrirtćkja nánum fjölskylduböndum.

Ţessir flokkar, einkum Sjálfstćđisflokkurinn, hafa í raun fyrst og fremst boriđ hag borgarastéttarinnar, hina kapítalísku hagsmuni, fyrir brjósti. Ţađ var í samrćmi viđ ţađ sem ţeir stóđu fyrir innleiđingu nýfrjálshyggjunnar á Íslandi og víđtćkri einkavćđingu og drógu úr ýmsum hömlum á frelsi til fjármálabrasks. Ţađ leiddi til enn meiri stéttaskiptingar á Íslandi, ţó svo ađ aukiđ svigrúm hafi hleypt ýmsum misjafnlega kúltíveruđum nýgrćđingum inn í ţokkalega gróinn garđ íslenskrar borgarastéttar. En stefna ţessara flokka er í ţessa átt, ţeir fara mismunandi beint og mismunandi hratt eftir ađstćđum, en meginstefnan er ţessi. Ţeir ćtla sér ekki ađ leyfa „fyrstu hreinu vinstristjórninni" á Íslandi ađ leika lausum hala. Ţađ ţarf ţví ekki ađ koma neinum á óvart ţótt á Alţingi ríki ekki einhugur um stefnuna upp úr forađi hrunsins. Sjálfstćđisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, alla vega ađ hluta, ćtla sér, og ţađ er beinlínis ţeirra hlutverk, ađ gćta ţess ađ hagmunir eignastéttarinnar, borgarastéttarinnar, verđi ekki fyrir borđ bornir.

 

Hinir kapítalísku hagsmunir, norrćnt velferđarsamfélag og utanţingsstjórn

En sú varnarbarátta fer ekki ađeins fram inni á Alţingi, hún fer fram úti um allt samfélagiđ, ekki síst í atvinnulífinu. Reyndar er ţessi barátta engin óskapleg varnarbarátta. Stjórnkerfiđ er fullt af tregđu, oft ómeđvitađri, gegn ţví ađ hinum kapítalísku hagsmunum sé stefnt í hćttu og meira ađ segja gćtir ţeirrar tregđu í sjálfum stjórnarflokkunum, flokkum hinnar „hreinu vinstristjórnar", ţótt í mismiklum mćli sé. Upp til hópa gengu sósíaldemókrataflokkar Evrópu, systurflokkar Samfylkingarinnar, nýfrjálshyggjunni á hönd ţegar uppgangur hennar var sem mestur.

Flokkur sem ćtlar sér frama í hinni opinberu stjórnmálabaráttu, gegnum ţing og ríkisstjórn, gengur aldrei til fulls gegn hinum kapítalísku hagsmunum, ekki heldur flokkur eins og Vinstrihreyfingin grćnt frambođ, hversu almenn skođun sem ţađ er innan hans ađ auđvaldsskipulagiđ sé helsta hindrunin í vegi stefnumála hans. Ţess vegna var ţađ rökrétt fyrir síđustu kosningar, kosningar sem búast mátti viđ ađ fleyttu Vinstri grćnum inn í ríkisstjórn, ađ flokkurinn byđi upp á „norrćnt velferđarsamfélag" sem valkost. Á kjördag 25. apríl 2009 mátti lesa á heimasíđu flokksins: „Í kosningunum í dag veljum viđ nýja framtíđ fyrir Ísland. Viđ Vinstri grćn höfum bođiđ upp á skýran valkost viđ ţá hugmyndafrćđi sem beiđ skipbrot síđastliđiđ haust. Sá valkostur er norrćnt velferđarsamfélag."

Flokkur sem reiknar međ ađ komast í ríkisstjórn í auđvaldsríkinu Íslandi getur ekki gefiđ mikiđ stćrra kosningaloforđ án ţess ađ ganga í berhögg viđ grunnstođir auđvaldssamfélagsins. Norrćnt velferđarsamfélag er kapítalískt velferđarsamfélag, sem John Rawls segir ađ leyfi „ađ lítill hluti borgaranna sé nćr einráđur um framleiđslutćkin". Norrćnt velferđarsamfélag er kannski međ ţví skásta í flokki ţessara samfélaga, og kannski of gott til ađ íslensk borgarastétt sé tilbúin til ađ leyfa ţađ núna, hún ţyrfti einfaldlega ađ fórna of miklu viđ núverandi ađstćđur.

Ţótt ýmislegt megi finna ađ íslensku stjórnmálakerfi sem slíku, ţá er ţađ ekki göllum ţess ađ kenna, sem slíkum, ađ ekki gengur betur ađ bjarga íslenskri alţýđu upp úr forađinu. Sumir kalla nú eftir utanţingsstjórn, neyđarstjórn utan ţings, en slík stjórn vćri líka bara ríkisstjórn í stéttarsamfélagi ţar sem eignastéttin hefur í sínum höndum hin efnahagsleg völd ađ mestu leyti, hefur víđtćk pólitísk völd og ríkiskerfiđ meira og minna á sínu bandi, allavega ţegar kemur ađ ţví ađ hrófla eigi viđ grundvallarhagsmunum hennar. Valdastéttin mundi einfaldlega aldrei leyfa ađ slík stjórn yrđi mynduđ nema hún hefđi ţar veruleg ítök. Nema hún yrđi knésett í heiftarlegri stéttabaráttu.

Heimildir:

Ólafur Páll Jónsson. 2009. Lýđrćđi, réttlćti og haustiđ 2008. Skírnir, 183, 181-307.

Einar Ólafsson. 2006. Lýđrćđiđ á hliđarlínunni. Morgunblađiđ, 7. júní 2006. http://notendur.centrum.is/einarol/lydraedi.html (sótt 2.12.2010).

Ralph Miliband. 1969. The state in capitalist society. Hér vitnađ til norskrar útgáfu, Statsmakten i det kapitalistiske samfunn, Pax 1970.

Vinstrihreyfingin grćnt frambođ. Norrćnt velferđarsamfélag. http://www.vg.is/frettir/eldri-frettir/nr/4147 (sótt 2.12.2010).


 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snćbjörnsson

jahá, heljarmikil lesning ţetta

Jón Snćbjörnsson, 15.12.2009 kl. 13:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband