13.6.2007 | 22:35
Herskip í höfn, til hvers?
Þrjú herskip á vegum NATO leggjast að bryggju í Sundahöfn að morgni fimmtudagsins 14. júni. Hér er um að ræða bandaríska skipið USS Normandy, sem kemur að Skarfabakka kl. 08:15, spænska skipið SPS Patino, sem kemur að Korngarði kl. 08:45 og þýska skipið FGS Sachsen, sem kemur að Miðbakka kl. 09:30. Rúmlega 700 sjóliðar eru um borð í skipunum.
Sérstaklega skal bent á USS Normandy, sem sigldi í jómfrúarferð sinni árið 1990 til stríðs í Persaflóa og skaut þar 26 Tomahawk-flaugum. Fimm árum seinna tók skipið þátt í Bosníustríðinu og skaut þar a.m.k. 13 Tomahawk-flaugum. Árið 2001 tók skipið þátt í aðgerðum við innrásina í Afganistan og árið 2005 tók það síðan aftur þátt í aðgerðum á Persaflóa. Sumar heimildir segja að notað sé rýrt úran í eitthvað af þeim skotfærum sem þetta skip ber.
Í tilefni af þessu hafa Samtök hernaðarandstæðinga sent frá sér ályktun, sjá Friðarvefinn, www.fridur.is.
Athugasemdir
Það er gott að fá svona heimsóknir annað slagið frá vinaþjóðum okkar í NATO. Það er einu sinni ekki sízt því ágæta bandalagi að þakka að friður hefur ríkt í okkar heimshluta frá lokum síðari heimsstyrjaldar.
Hjörtur J. Guðmundsson, 13.6.2007 kl. 22:44
Ég er ekki sammála síðasta manni - og byggist ekki friður okkar á hörmungum annarra?
takk fyrir þessar upplýsingar, Einar minn.
María Kristjánsdóttir, 15.6.2007 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.