Chavez vill aukin völd - eða vill hann kannski bæta kjör alþýðunnar?

Það er alltaf jafnfróðlegt að lesa fréttir af Hugo Chavez forseta Perú.  Fyrirsögn þessarar fréttar er í sjálfu sér rökrétt og eðlileg, fréttin snýst um þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem lagt er til að kjörtímabil forsetans verði lengt og aflagðar takmarkanir á hversu oft hann geti verið endurkjörinn. Hins vegar er ekki alveg ljóst hvað felst í því að koma eigi upp sósíalísku hagkerfi. Því miður hefur mér ekki gefist tími til að kynna mér það og reyndar er það auðvitað hart að maður þurfi alltaf að vera að leita sér nánari upplýsinga til að skilja hvað felst í fréttum fjölmiðlanna. Við fáum nefnilega mjög takmarkaðar fréttir um hvað er í gangi í Venesúela. Það kemur frétt af því að Chavez vilji aukin völd, það er fyrirsögnin, en einhversstaðar aftast í fréttinni kemur fram í einni setningu að hann vilji "stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir, efla dýr félagsleg kerfi, efla læsi meðal íbúa landsins og bæta heilsugæslu meðal fátækustu íbúanna". Ég ætla ekki að verja það fyrirvaralaust ef verið er að skerða lýðræði, ritfrelsi og mannréttindi í Venesúela, en mættum við kannski líka fá að heyra um hið jákvæða sem þar er í gangi fyrir snauða alþýðu. Það vill svo til að ég hef eitthvað frétt af því með ráfi um netið, en íslenskir fjölmiðlar eru sparir á þær fréttir, það fær svo sem eina til tvær línur í fréttinni, ef það kemst yfir leitt inn. Skringisögur af Chavez eru hins vegar vinsælar.

 

Fróðleiksfúsum, sem hafa tíma og geta lesið ensku, mætti kannski benda á þetta:

http://www.zmag.org/venezuela_watch.cfm

http://www.venezuelanalysis.com/


mbl.is Chavez vill aukin völd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alltaf jafnfróðlegt að lesa fréttir af Hugo Chavez forseta Perú. Bara svo það séu á hreinu þá er Hugo Chavez forseti Venesúela.

Bestu kveðjur

Jón Þórarinsson

Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 17:19

2 Smámynd: Einar Ólafsson

Þakka þér fyrir,  Jón, þarna á auðvitað að standa Venesúela, eins og gerir reyndar neðar í pistlinum.

Einar Ólafsson, 4.5.2008 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband