EKKI ÞÖGN HELDUR AÐGERÐIR

Oft tekur fólk við sér, og það er gott. Oft þarf reyndar dálítið til. En samt. Það varð til öflug umhverfishreyfing. Íbúarnir bregðast við vegna skipulagsmála. Gerræðislegar skipanir í dómarasæti og meirihlutaskipti í borgarstjórn kalla á hávær mótmæli. En oft láta viðbrögðin standa á sér. Risastíflan nær að rísa, gömlum húsum er bjargað á síðustu stundu með ærnum kostnaði. Því miður verður lítt vart við viðbrögð vegna þeirra áfroma sem geta orðið afdrifaríkari en nokkuð annað sem hinar miklu "framfarastjórnir" Sjálfstæðisflokksins hafa hingað til afrekað. Það er einkavæðing heilbriðgðiskerfisins, sem síðasti landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti. Því miður eftirlét Samfylkingin sjálfstæðismönnum það ráðuneyti og gerir engar athugasemdir við það sem þar fer fram. Og almenningur nær ekki að fylgjast með - einkavæðingin læðist að. Nú síðast var verið að skipa stjórn Sjúkratryggingastofnunar. Hvað er það? Jú stofnun til að annast kaup á heilbrigðisþjónustu, skv. breytingu á lögum um almannatryggingar, sem voru samþykktar um miðjan des. (Lög nr. 160 20. desember 2007). Fyrirhugað er að bjóða út starfsemi læknaritara. Og sitthvað annað er í bígerð, eða hafið, sem almenningur veit ekkert um. Bloggsíðurnar loga út af borgarstjórn og skipun dómara. Gott og vel. En ekkert um þetta. Samtök heilbrigðisstarfsfólks segja ekkert (sumir eru kannski að vonast til að komast á jötuna, en það verða víst fæstir), samtök sjúklinga segja ekkert, hvað þá almenningur. Það er helst að eitthvað heyrist frá BSRB (ég vil minna á bækling Görans Dahlgren, Opinber eða einkarekin heilbrigðisþjónusta, sem BSRB gaf út sjá pdf-skjal) - auk Vinstri grænna, en þaðan heyrist líka alltof lítið. Ef einhvern tíma var þörf aðgerða, þá er það nú.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband