22.3.2008 | 23:25
Járnbrautastöð í Grindavík?
Ég rakst á ansi vitrænt blogg í dag, sem er þetta hér: http://veffari.blog.is/blog/veffari/
Greinin sem er þar nú efst er athyglisverð. En svo fór ég að gramsa í þessu bloggi og lenti á þessu hér:
http://veffari.blog.is/blog/veffari/entry/445693/
Ég hef aldrei verið mjög sannfærður um að það sé einhver nauðsyn að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni, ekki séð að það mundi endilega bjarga Reykjavík, finnst satt að segja undarlegt þetta stöðuga tal um Vatnsmýrina meðan verið er að stórskemma miðbæinn á ýmsan hátt.
En einhvern tíma varð mér að orði, þegar var verið að tala um hversu einkennilegt væri að vera með þennan flugvöll inni í miðjum bæ, að ég heyrði aldrei talað um að það væri eitthvað að því að vera járnbrautastöðvar inni í miðjum borgum. Þær taka kannski ekki alveg jafnmikið pláss og flugvöllurinn, en ansi drjúgt pláss samt.
Og vitna nú í bloggarann nýuppgötvaða:
"Mér dettur fyrst í hug þessi samlíking: Ef á Íslandi væri lestarkerfi sem tengdi saman landsbyggðina og að endastöðin væri í Reykjavík... Hverjir myndu staðsetja aðal lestarstöð Reykjavíkur í Grindavík?"
Athugasemdir
Já, glettilega skemmtileg niðurstaða.
María Kristjánsdóttir, 25.3.2008 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.