25.6.2008 | 09:40
Einkavæðingin mallar áfram
Maður þarf ekki að vera haldinn neinni samsæriskenningaráráttu til að sjá mynstrið: ráðherrann sparar við borgina sem lendir í vandræðum með reksturinn og notar það sem afsökun fyrir fela að hann einkaaðilum. Hitt svo annað mál: af hverju ættu einkaaðilar frekar að geta rekið þetta fyrir þessa peninga??? - ef núverandi borgaryfirvöld eru ófær um að reka hjúkrunarheimili á jafnhagkvæman hátt og einkaaðilar að teknu tilliti til hagsmuna notenda, starfsmanna og borgarbúa, þá er kannski full ástæða til að skipta um borgarstjórn - eða hvað? er hún ekki bara vanhæf þessi Jórunn? eða á kannski að bera hagsmuni einhverra fyrir borð? eru kannski hagsmunir einhverra einkafyrirtækja í fyrirrúmi? Er þessi borgarstjórn fyrir þau? Spyr sá sem ekki veit.
Áform um breyttan rekstur Droplaugarstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að það sé nú nokkuð einfalt. Hið hagræna hvatavandamál er síður til staðar hjá einkareknum fyrirtækjum en ríkisreknum fyrirtækjum.
VÞV, 25.6.2008 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.