11.7.2008 | 09:35
Skítt með Vodafone
Það er kannski full ástæða til að hætta að skipta við Símann og leita eitthvað annað.
Það má reyndar hafa ýmis orð um þessa frjálsu samkeppni símafyrirtækjanna þar sem maður þarf að leggjast í meiriháttar pælingar til að finna út hvað er ódýrast.
En hvað sem því líður, þá er ég feginn að vera ekki viðskiptavinur Vodafone núna þessi auglýsingaherferð Skítt með kerfið og Pönkaðu upp símann þinn - æ, nei. Mér sýnast stelpurnar á auglýsingamyndunum frekar vera sjálfhverfar glamúrpíur en pönkarar eins og freku unglingarnir í bankaauglýsingunni um árið hafi klætt sig upp fyrir djammið hér er ég og þarf ekki að taka tillit neins. Þetta er einhvern veginn dæmigert fyrir kapítalistana þegar þeir ætla að fara að notfæra sér andmenninguna. Í þeirra huga getur andóf aldrei falist í öðru en sjálfhverfri frekju. Sjá annars umfjöllun á Aftöku.
Athugasemdir
Mæli eindregið með Tal. Þeir eru lang ódýrastir og það er ekki einusinni flókið að sjá það.
Halli (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.