Endurheimtum þýfið

Í Kastljósi í kvöld var rætt við nokkra almenna borgara og þar sagði
einn nokkuð sem skiptir máli: hann spurði eitthvað á þá leið hvað það
væri mikið sem stjórnendur bankans hefðu rakað saman. Ríkið setti 84
milljarða í dæmið. Stjórnendurnir, núverandi og fyrrverandi, eru búnir
að fá milljónir eða tugi og hundruð milljóna í mánaðagreiðslur og
eingreiðslur og starfslokasamninga og ég veit ekki hvað. Það væri
fróðlegt að leggja þetta allt saman og sjá hvað það hefði nú dugað uppí
þessa björgun og kannski væri sanngjarnt að þeir skiluðu þessu núna,
þeim yrðu reiknuð eðlileg mánaðarlaun upp á fáein hundruð
þúsunda og skiluðu restinni. Því að restin er bara þýfi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Karlsson

Heyr heyr... sammála þessu, það er bara kominn tími til að þessir HÁ-launa menn gefi til baka....  spurning hvort það væri t.d. hægt að rifta starfslokasamningi fráfarandi bankastjór?   bara hugmynd?

Magnús Karlsson, 29.9.2008 kl. 22:18

2 Smámynd: Landfari

Það er allavega búið að taka fyrir allt svona bruðl hjá Glitni. Það þurfti ekki þjóðnýtingu til. Bara mann með jarðsamband í stjórnarformannsstólinn. Það gerðist á síðasta aðalfundi.

Landfari, 30.9.2008 kl. 00:48

3 Smámynd: Anna

Alveg sammála þer.........það er búið að stela af almenningi í mörg ár, sem dæmi eru tekin, háum vöxtum, lántökugjöld,stimpilgjöld,skjalagerð, og annað eins sem bankarnir smyrja á þegar tekið er lán og þar af auki kosnað og áfram gæti ég talið upp. Sem fer síðan beint í vasa eigendur sem eru stórfyrirtækin í landinu. Vita það ekki allir að það eru stórfyrirtækin í landinu t.d.  Baugur, Íslandair, Oliufyrirtækin og fleiri sem eiga bankana. Það er ekki almenningur.

En svo segir þetta mer annað. Ef ríkið á svona mikla peningar til þess að bjarga bönkunum hvers vegna geta þeir ekki greitt mannsæmandi laun til þeirra sem halda þessu þjóðfélagi ganngandi eins og litlu mennirnir. Verkafólkið,hjúkrunarfólk,kennarar og lág stéttafólkið............nei þá er ekki til peningar.

Anna , 30.9.2008 kl. 09:57

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála þessu, nú þarf að lenda þessari vitleysu allri og kæla þotu-hreiflana

Jón Snæbjörnsson, 30.9.2008 kl. 16:55

5 Smámynd: Anna

Hvað ætli ferminga peningarnir barnanna mína sé mikill virði núna, eftir að króna fell? Verður nokkuð eftir af þessum peningum þegar þær verða 18 ára?

Anna , 1.10.2008 kl. 08:09

6 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Sammála, fyrst þarf auðvitað að setja á hátekjuskatt og síðan sérstakan skatt á bónusa sem byggðirvoru á gerfihagnaði. Það er óþolandi að almenningur beri tapið en einstaklingar taki sér ofsagróða sem engin innistæða var fyrir.

Guðmundur Auðunsson, 1.10.2008 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband