Hvað er eiginlega með þetta ASÍ?

Hvað er eiginlega með þetta ASÍ? Hvernig dettur þeim í hug að vera að þvæla um aðild að ESB þegar þarf að bjarga málunum hér og nú - aðild að ESB er langtímamarkmið ef menn vilja það á annað borð. En heldur verkalýðshreyfingin að aðild að ESB eigi yfirleitt að vera eitthvert langtímamarkmið - hvað er þetta eiginlega? ESB er kapítalískt verkefni, kannski eru fleiri hliðar á því, en þetta er samt grundvallaratriði, það gengur út á að skapa kapítalistunum hagstætt umhverfi og hvað eftir annað hefur verkalýðshreyfingin þurft að stöðva þetta verkefni - hvað með Bolkenstein-tilskipunina og ýmislegt fleira? Það er aldeilis reisn yfir þessu!!

mbl.is Tekist á um ESB-tillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: innherjinn

finnst þér skrítið að að lífeyrissjóðirnir vilji fara í esb? Gerir þú þá kröfu að þeir flytji til landsins 2-300 milljarða þegar að allt stefnir í að fleiri bankar fari í þrot á mánudag og kronan þar af leiðandi í klessu. Gengisfall uppá 20-30% væri ekki ólíklegt í næstu viku ef ekki gerist eitthvað stórkostlegt á morgun og ekkert virðist benda til þess!

innherjinn, 4.10.2008 kl. 22:32

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ef menn (DO) hefðu haft vott af þeirri fyrirhyggju að sækja um og kanna þannig hvað okkur byðist hjá ESB værum við ekki svona illa sett nú - jörðin væri kjurr undir okkur á meðan stormurinn gengi yfir. - Með krónuna og utan ESB höfum við ekkert fast undir fótum og stormurinn geisar.

Helgi Jóhann Hauksson, 5.10.2008 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband