„Enginn sá fyrir þann storm....“

 Sumir segja að vandamálin núna stafi bara af ófyrirsjáanlegum ytri aðstæðum. Allir vissu að góðærið mundi ekki vara endalaust en enginn sá fyrir þann storm sem skall á síðastliðinn vetur og fer nú um efnahagskerfi heimsins með mikilli eyðileggingu,“ sagði forsætisráðherra í stefnuræðu sinni 2. október: 

 Sjá http://www.althingi.is/altext/raeda/136/rad20081002T195255.html 

Það þá kannski ekki úr vegi að minna nú á grein eftir formann og varaformann VG sem birtist í Morgunblaðinu og víðar 14. mars síðastliðinn:  http://www.vg.is/kosningar/nr/3286 

Þar er farið yfir efnahagsmálin og bent á leiðir til úrbóta. Meðal annars er minnt á að í mars 2005, sem sagt fyrir þremur og hálfu ári, fluttu þingmenn VG þingsályktunartillögu um aðgerðir til að tryggja efnhagslegan stöðugleika. Ekki er að sjá að þessi tillaga hafi verið tekin til umræðu. Í greinargerð með tillögunni segir m.a.: 

„Á Íslandi ríkir nú skeið ójafnvægis í efnahagsmálum. Við búum við einhverja mestu þenslu sem riðið hefur yfir fyrr og síðar, viðskiptahalli með tilheyrandi erlendri skuldasöfnun er geigvænlegur og verðbólga á uppleið. Forsendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði eru við það að bresta. Geysihátt raungengi krónunnar skapar útflutnings- og samkeppnisgreinum mikla erfiðleika. Skilyrði til nýsköpunar í almennu atvinnulífi eru afar erfið við þessar aðstæður og áhugi innlendra fjárfesta beinist að útlöndum. Þrátt fyrir þetta heldur ríkisstjórnin óbreyttri siglingu hvað varðar áherslu á áframhaldandi og frekari uppbyggingu erlendrar stóriðju og hefur lögfest stórfelldar þensluhvetjandi skattalækkanir langt fram í tímann. Við þensluhvetjandi aðgerðir ríkisstjórnarinnar bætist svo ástandið í fjármálaheiminum. Það einkennist af útlánaþenslu og miklu innstreymi erlends lánsfjár vegna mikils vaxtamunar, en hvort tveggja er að vextir hér eru háir og vextir í löndunum umhverfis okkur í lágmarki. Greiðari aðgangur að lánsfé á svo aftur sinn þátt í miklum hækkunum á fasteignamarkaði með tilheyrandi áhrifum á þróun verðlags eins og nánar verður vikið að síðar.


     Nokkurn veginn sama er á hvaða mælikvarða er litið, þenslumerki sjást um allt þjóðfélagið. Hinu svokallaða góðæri er þó vissulega misskipt, bæði milli einstaklinga og landshluta. Þegar mikill og vaxandi viðskiptahalli og erlend skuldasöfnun er höfð í huga má spyrja hvort frekar sé um að ræða veislu sem slegið er lán fyrir en raunverulega aukna verðmætasköpun á traustum grunni.“ 

Sjá: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=131&mnr=666 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Takk fyrir að minna á þetta, ótrúlegt að heyra þessa vitleysinga halda því blákalt fram að þetta hefði enginn getað séð fyrir, það voru nefnilega margir búnir að sjá þetta nákvæmlega fyrir og óþreytandi við að benda á hætturnar...að þetta gæti ekki endað öðruvísi raunar.

Jóhannes Björn er búinn að vera að vara náhvæmlega við þessu í mörg ár á vef sínum vald.org , sjálfur hef ég verið að bergmála það sem hann hefur verið að segja hér á moggabloggi við litlar undirtektir og fjöldi annarra.

Einnig gefur bók hans Falið Vald ansi skarpa sýn á óþægilega hluti.

Georg P Sveinbjörnsson, 8.10.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband