Alþjóðlega fjármálakreppan: sögulegt tækifæri til umsköpunar

 

Það vill kannski gleymast svolítið - eðlilega - að það er ekki bara fjármálakreppa á Ísandi heldur víða um heim, þótt ofmælt sé að öll okkar vandræði stafi af alþjóðlegu kreppunni.

 

Í síðustu viku komu fulltrúa nokkurra samtaka/stofnana frá Evrópu og Asíu saman í Beijing í Kína á fundi sem kallaður var Asia-Europe People's Forum, en þetta er í sjöunda sinn sem slíkur fundur er haldinn (sjá einnig á vefsíðu Transnational Institute). Meðal þessara samtaka eru Transnational Institute í Amsterdam, Focus on the Global South í Bangkok og Institute for Global Research and Social Movements í Rússlandi

 

Á fundinum var meðal annars sett saman skjal með tillögum um hvernig bregðast megi við hinni alþjóðlegu fjármálskreppu og hefur það verið birt undir heitinu: The global economic crisis:  An historic opportunity for transformation, eða Alþjóðlega fjármálakreppan: sögulegt tækifæri til umsköpunar. Skjalið er aðgengilegt á vefsíðunni Casino Crash - casinocrash.org og þar er jafnframt hægt að skrá stuðning sinn við það.

 

Ég vísa áhugasömum lesendum á enska útgáfu skjalsins, en nefni hér örfáar tillögur úr því:

 

  • Full félagsvæðing (socialisation) bankanna, ekki bara þjóðnýting tapsins.
  • Gegnsæi í fjármálakerfinu.
  • Eftirlit þings og almennings með bankakerfinu.
  • Félagslegar og umhverfislegar forsendur fyrir lánastarfsemi.
  • Almannasparisjóðir (citizen investment funds).
  • Loka öllum skattaskjólum (skattaparadísum). (Þetta er víst til umræðu hjá forystumönnum ESB núna).
  • Alþjóðlegt skattakerfi.
  • Skattur á fjármagnsfærslur í ágóðaskyni (Tobin-skattur).
  • Draga verulega úr hernaðarútgjöldum.
  • Stöðva einkavæðingu almannaþjónustu.
  • Stuðla að stofnun lýðræðislegra almenningsfyrirtækja undir eftirliti þings, sveitarstjórna eða verkalýðsfélaga, til að tryggja atvinnu.
  • Hafa eftirlit með eða styrkja framleiðslu vara sem teljast til grunnþarfa.
  • Banna allt brask með grundvallarmatvæli.
  • Fella niður skuldir þróunarlandanna.
  • Leggja smám saman niður Alþjóðabankann, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Alþjóðaviðkiptastofnunina.
  • Stuðla að svæðisbundinni efnahagslegri samvinnu milli ríkja.
  • Einn kafli er sérstaklega um umhverfismál.
  • Lögð verði áhersla á fæðuöryggi og sjálfbæra matvælaframleiðslu.
  • Stöðva hverskyns áætlanir um að minnka réttindi verkafólks.
  • Launajafnrétti kynjanna verði tryggt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Heyr heyr! Þessar hugmyndir ríma við fund Rauðs vettvangs annað kvöld.

Vésteinn Valgarðsson, 22.10.2008 kl. 11:43

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Það er svo makalaust að fylgjast með því hvernig kommúnistar fyllast eldmóði vegna þessa gjaldþrots nýfrjálshyggjunnar.

Ég bjó og lærði í Austur-Þýskalandi í rúmt ár og lærði þar mína lexíu.

Þau atriði, sem þú telur upp hér að ofan er eins og tekið út úr stefnuskrá SED (þ. Sozialistische Einheitspartei Deutschlands) eða einhvers annars kommúnistaflokks á þessum tíma.
Strákar: Kommúnisminn er steindauður og nýfrjálshyggjan er á líknardeild.
Kapítalisminn og hið blandaða hagkerfi er hins vegar við hestaheilsu, þrátt fyrir smá pest, sem hefur hrjáð það kerfi undanfarin 18 ár.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.10.2008 kl. 13:16

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Guðbjörn, heldur þú að einhver sé að stinga upp á að stofna Austur-Þýskaland hér á Íslandi?

Vésteinn Valgarðsson, 22.10.2008 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband