Hvað með eignarrétt okkar hinna?

„Það er voðalega erfitt að afturkalla það sem er búið og gert, því þá ertu farinn að skerða eignarréttinn." Pétur Blöndal í DV 23. okt. 2008 í umræðum um hvort eiga að frysta og gera upptækar eigur útrásarvíkinganna.

Hvað með eignarrétt okkar hinna?

Hvað eignarrétt okkar sem höfum verið að borga í lífeyrissjóð? Eða séreignasjóðina, sem geta skerst um allt að 30% eftir því hvaða leið var valin.

Hvað með þá sem voru ginntir, m.a. af ríkisstjórninni, til að kaupa sér svolítil hlutabréf?

Hvað með þá sem bara lögðu inn á vissa bankareikninga samkvæmt vinsamlegum ráðleggingum þjónustufulltrúanna?

Og svo framvegis...

Eða er eignarrétturinn bara fyrir suma?

 

Munið undirskriftasöfnunina:

Ég sem Íslendingur neita að greiða skuldir útrásarmanna og heimta að eignir þeirra verði frystar!

http://www.petitiononline.com/skuldir/petition.html

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Heyr, heyr. Búin að skrifa undir.

Rut Sumarliðadóttir, 24.10.2008 kl. 12:56

2 identicon

Réttlæti er það sem er gott fyrir hinn sterka.  Þannig er þjóðfélagið sem við lifum í.  Öll lög eru svo óljós, eða svo mörg lög koma inn á sama sviðið, að dómari getur alltaf dæmt "réttum" manni í hag, t.d. ef annar sakborninga sendir dómara merki, ákall um hjálp, bróðir í nauð. 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 20:28

3 identicon

"annar sakborninga" er kannski smá málvilla, en, eftirá að hyggja, allir eru sekir, sé nægum ásökunum ausið á þá, við höfum svo sem séð dæmi um lögfræðilegt fárviðri, sem engir, nema þeir ofurríku, gætu átt möguleika á að verjast.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband