24.10.2008 | 21:38
Þá fyrst opni almenningur pyngjur sínnar...
Þá er það hin megin krafan og hún er þessi: Þeir sem komu okkur út í þetta fen eiga að axla ábyrgðina, þeir eiga að borga.
Þá fyrst opni almenningur pyngjur sínar að,
allar hallirnar,
allar snekkjurnar,
öll fótboltaliðin,
og allar þoturnar hafa verið seldar og allir felureikningarnir á Cayman eyjum, Kýpur og á Ermasundi hafa verið tæmdir
og að S-hópar einkavinavæðingarinnar hafa skilað ránsfeng sínum tilbaka.
Þetta hlýtur að verða krafa verkalýðshreyfingar og forsenda þess að gengið verði til einhvers sem kalla megi þjóðarsátt.
Og er ég þá ekki byrjaður að ræða hina pólitíska ábyrgð. Einnig hún kallar á uppgjör. Uppgjör á milli stjórnmálaflokka og innan stjórnmálaflokka."
Úr ræðu Ögmundar Jónassonar á ársfundi ASÍ 23. október.
Munið undirskriftasöfnunina:
Ég sem Íslendingur neita að greiða skuldir útrásarmanna og heimta að eignir þeirra verði frystar!
http://www.petitiononline.com/skuldir/petition.html
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.