ÓGÖNGUR 2008 - NEYÐARBLYSFÖR - Gamlársdag kl. 13.30 - Látum það ganga!

ÓGÖNGUR 2008 - NEYÐARBLYSFÖR - Gamlársdag kl. 13.30 - Látum það ganga!

Senn líður að Neyðarblysför Ógöngu 2008. Öllum sem á blysi geta haldið er stefnt að gamla tugthúsinu við Lækjartorg, öðru nafni Stjórnarráð Íslands kl. 13.30 á Gamlársdag.

Tendruð verða blys og síðan gengið að Alþingi við Austurvöll. Að lokum förum við að Hótel Borg (sem enn hýsir góðærisveitingastaðinn Silfur), þar sem formenn stjórnmálaflokkanna bulla í beinni útsendingu í Kryddsíld Stöðvar 2, sem hefst kl. 14.00. Þar eru göngumenn hvattir til að tendra enn fleiri neyðarblys og hávaðasama kínverja. Eins er tilvalið að banka á glugga, skekja spjöld og fána, sleikja rúður eða eins og hver hefur geð til.

Áhugaverur um kröfugöngur, sem hafa mótmælt öllu síðan 1999, skora á landsmenn að sýna hug sinn í verki og minna valdhafa, sem hafa komið okkur á enn kaldari klaka, að við erum þjóðin og þau eru í vinnu hjá okkur en ekki öfugt.

Þjóð gengur þá þrír ganga! - Lifi hugarfarsbyltingin!

Vakin er athygli á því að flugeldasalan Gullborg, Bíldshöfða 18 gefur þátttakendum í Ógöngum 25% afslátt á neyðarblysum. 2-3 blys væru gott veganesti.

- - - - - - - - - - - - - - - - - -

Þá er komið að kommbakki Galopnu kröfugangarinnar og í ár göngum við á Facebook undir nafninu ÓGÖNGUR 2008.

Upphaflegt markmið hinnar galopnu kröfugöngu var að skapa vettvang til að viðra lýðræðið og tjáningarfrelsið. Fyrst með Meðgöngu 1999, svo Afturgöngu 2000, síðan var það Afganga 2001 og Lausaganga 2002 (með afbrigðunum Svalaganga, Sniðganga og Útganga) og síðast fór fram Leynigánga 2003 (eða ekki).

Nú er svo komið í lýðveldi okkar ef lýðveldi skyldi kalla að nauðsynlegt er að bera í bakkafullan lækinn. Það gerum við hér á Fésbókinni - með því að fylla hér síður af kröfum okkar (með veggjakroti eða með ljósmyndum o.fl - sjá neðar hér á síðunni) hverjar sem þær nú eru og endum svo með blysför að stjórnarráðinu á gamlársdag með viðkomu í Kryddsíldinni.

Slagorð Áhugamanna um kröfugöngur:
Vér mótmælum öllu!
Látum það ganga!
Þjóð gengur þá þrír ganga!
Byltingin bloggar sig sjálf!

Sjá nánar sögu Galopnu kröfugöngunnar á vefslóðinni: http://this.is/gangan
 
http://www.facebook.com/event.php?eid=66051215608

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Klaufalegt hjá ykkur að tilkynna þetta, nú breyta kryddsíldarmenn planinu þannig að plottið ykkar er ónýtt.

Gísli Sigurðsson, 27.12.2008 kl. 00:06

2 Smámynd: Einar Ólafsson

Ég stend reyndar ekki fyrir þessu - það hefði svo sem mátt koma fram að ég er bara að birta hér það sem ég fékk sent og vil taka þátt í og styðja. En ég skil þetta ekki sem neitt plott, ef Kryddsíldin flýr af hólmi, þá höfum við fengið þau skilaboð að rödd fólksins, eða önnur tjáning þess, sé ekki velkomin í þjóðmálaumræðuna. Og áhorfendur mundu þá væntanlega taka eftir breyttri staðsetningu. Þannig að plottið, ef eitthvert er, yrði ekkert ónýtt.

Einar Ólafsson, 27.12.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband