Kostnaður við prófkjör

Ég tók þátt í forvali VG í SV-kjördæmi um síðastliðinn laugardag og náði raunar ekki áfram í neitt af þeim sex sætum sem um var kosið og allt í lagi með það. Þetta var góður fimmtán mnanna hópur sem keppti um þessi sex sæti og ég er sáttur við niðurstöðuna.

Ég fékk bréf frá ríkisendurskoðun í gær þar sem ég var beðinn um upplýsingar um útgjöld mín og hef nú gengið frá svari við því. Mér þykir rétt að gera það opinbert og birti það því hér:

 

Ríkisendurskoðun
Skúlagötu 57
105 REYKJAVÍK

 

 

Yfirlýsing frambjóðanda í prófkjöri 2009

 

Ég undirritaður tók þátt í prófkjöri Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs  í Suðvesturkjördæmi sem haldið var 14. mars 2009.

Ég lýsi því hér með yfir að viðlögðum drengskap að heildarkostnaður vegna framboðs míns í prófkjörinu var ekki hærri en 300 þús.kr. Með vísan til 10. gr. laga nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðanda og um upplýsingaskyldu þeirra er ég því undanþegin uppgjörsskyldu vegna prófkjörsins.

Nánar tiltekið voru útgjöld mín einungis hráefni í einn lítinn brauðrétt sem ég lagði með mér á borð á einum kynningarfundi. Þar sem þetta hráefni var nær allt til í eldhúsinu hjá mér veit ég ekki hvað það kostaði en giska á fáein hundruð króna.

 

Kópavogi 18. mars 2009

Einar Ólafsson (sign.)
Trönuhjalla 13
200 KÓPAVOGUR

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Þarftu ekki að skoða lydveldi.is

Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fjallaði um hugmyndir Lýðræðishreyfingarinnar um beint lýðræði með notkun hraðbanka.  Bylgjan - Hlusta hér

Einnig var fjallað um stefnumál Lýðræðishreyfingarinnar á útvarpi Sögu.  ÚtvarpSaga - Hlusta hér

Sjá nánar um Lýðræðishreyfinguna á www.lydveldi.is

Tilnefna frambjóðendur á www.austurvollur.is

Ástþór Magnússon Wium, 18.3.2009 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband