Baráttan gegn nýfrjálshyggjunni í Noregi og rauð-græna ríkisstjórnin

Össur Skarphéðinsson stendur sig vonandi með vatnalögin, en eflaust veitir ekki af að styðja við bakið á honum. Samtímis því sem hann kemur fram með það mál berst sú frétt út að til standi að breyta Orkuveitu Reykjavíkur í hlutafélag. Þrátt fyrir allt tal um þetta sé bara spurning um breytt og hagkvæmara rekstarform, þá er þetta auðvitað fyrsta skrefið í einkavæðingu, hvort sem mótuð áætlun er um það eða ekki. Auðvitað er hægt að hagræða í rekstri og stjórnun án þess að breyta stofnunum í hlutafélög en hins vegar er einkavæðingin miklu léttari eftir hlutafélagavæðinguna.

Hér hefur tekist að mynda almenna hreyfingu í umhverfismálum, en því miður hefur það ekki tekist í velferðarmálunum. Það veldur því að stjórnmálamenn hafa lítið aðhald og lítinn bakhjarl þegar þeir sýna lit. Í sveitarstjórnum eiga t.d. margir erfitt þegar upp kemur sú hugmynd að bæta lélegan fjárhag með því að selja hitaveituna.

Í Noregi tókst að mynda sterka hreyfingu til varnar velferðarkerfinu og gegn óheftri einkavæðingu, hreyfingu sem verkalýðsfélögin tóku þátt í og einnig mörg sveitarfélög auk annarra samtaka. Þessi hreyfing og ekki síst öflug barátta verkalýðshreyfingarinnar átti stóran þátt í myndun rauð-grænu ríkisstjórnarinnar árið 2005.

Ég hef tekið saman grein um þetta sem lesa má hér:

http://notendur.centrum.is/~einarol/noregur-wahl.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Einkavæðingin er svangt dýr. En það þarf að þreyta bráðina (Orkuveitu Reykjavíkur) áður en hún er drepin og étin.

Kv. Einar minn frá Bergi Thorberg

Bergur Thorberg, 12.9.2007 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband