4.5.2008 | 14:56
Er þetta fólk með fullu viti?
Hvaða heilvita manni dettur í hug að láta rándýrar orrustuþotur (verð á einni orrustuþotu mælist í milljörðum króna) fljúga hér um lofthelgina undir því yfirskini að um eftirlit sé að ræða, súpandi rándýrt bensín og spúandi eiturlofti aftur úr sér, og hverju eiga þær að hafa eftirlit með sem ekki verður greint á radar-skjám - jú einhver möguleiki er víst á að eitthvað geti verið á kreiki sem ekki kemur fram á þeim, en hvað ætti það að vera? - talíbani að renna yfir öldutoppana á orrustuþotunni sinni- eða hvað!? Miðað við kostnað, mengun og þá hernaðarhyggju sem þetta ýtir undir er þetta, já miðað við hvað sem er, þá er þetta auðvitað snargalin forgangsröð.
Franskar herþotur vakta landið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Steinolía, ekki bensín - nema þetta séu skrúfuvélar.
Meinhornið, 4.5.2008 kl. 16:38
Á tímum grísku herforingjastjórnarinnar var talið að andvirði einnar herþotu af gerðinni Starfighter F104 kostaði álíka og 10.000 traktorar. Herforingjarnir strikuðun út traktorana en fluttu inn bandarísk hergögn í staðinn.
Er íslenska ríkisstjórnin að leika svipaðan leik í staðinn fyrir að veitaeira fé í heilbrigðis- og menntamálin?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 4.5.2008 kl. 16:55
Fínt að fá Frakkana hingað,,Svo getum við boðið Kínverjum eða kannski Rússum næst að æfa sig hér,,Mestar áhyggjur hef ég af landanum sauðdrukknum að hann klæðist frökkunum,,sprengi kínverjana,,og keyri burt á rússanum,,
Bimbó (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.