Tekst ESB að eyðileggja íbúðalánasjóð?

Þar sem ég var ekki í fjölmiðlasambandi í gærkvöldi heyrði ég þessa frétt fyrst í hádegisútvarpinu áðan og fannst  ástæða til að segja eitthvað um hana. Leitaði hana upp á mbl.is og sé þá að það hafa verið nokkuð skynsamlegar umræður um þetta hér á moggablogginu auk þess sem benda má á skrif Ögmundar Jónassonar og Jóns Bjarnasonar: http://www.ogmundur.is/annad/nr/3971/

 

Það sem ég vildi þó sagt hafa er þetta:

Það eru auðvitað hagsmunir almennings sem skipta öllu máli, en þeir hagsmunir virðast hins vegar ekki liggja til grundvallar samkeppnisreglum ESB eða þess vegna samkeppnisreglum hér á Íslandi. Á Íslandi, þar sem er bara samfélag fólks eins og gengur og gerist í löndum, getum við þó tekist á um það (eða gátum það fyrir EES) hvaða grundvöllur er lagður að samkeppnisreglum, en ESB er ekki samfélag fólks heldur í raun fyrst og fremst kapítalískt prósjekt eða verkefni sem mörg samfélög eru undirorpin og hagsmunir almennings víkja þar iðulega fyrir hagsmunum auðvaldsins.

 

Þrátt fyrir atlögu bankaauðvaldsins að íbúðalánsjóði virðist ríkja nokkuð almenn sátt í þessu samfélagi um mikilvægi sjóðsins fyrir almannahagsmuni, og þá er það helvíti hart ef þessu kapítalíska prósjekti suður í Evrópu tekst að eyðileggja hann.


mbl.is Gengur gegn ríkisstyrkjareglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ertu ekki að meina EFTA og EES ??  Það er ekki minnst á ESB í greininni..

Óskar Þorkelsson, 28.6.2008 kl. 18:51

2 identicon

Það er ekki hagur almennings að nýju breytingarnar gangi í gegn.  Ég á eftir að kaupa mína fyrstu íbúð og þessar breytingar hjálpa mér ekki, eins og Jóhanna Sigurðardóttir heldur fram (hjálp hennar fólst í því að heimila ungu fólki hærri lán en áður, en það er bara bjarnargreiði).  Þeir sem græða á þeim, eru þeir sem núþegar eiga íbúðir, en þessi breyting mun koma í veg fyrir eignir þeirra falli í verði (eins og eðlilegt væri). 

Ég er búinn að bíða eftir því að jafnvægi komist á markaðinn, og ég á að enda uppi sem sigurvegari (ekki þeir sem pumpuðu hann upp í peninga-æði þegar bankabólan stóð sem hæst).  Ef aðgerðir ríkisstjórnarinnar ná fram að ganga, mun unga kynslóð þessa lands gjalda fyrir eyðslu og óhóf þeirrar eldri.  Er það nú arfur.

Þess vegna segi ég:  Áfram ESB!

GRS (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 02:33

3 identicon

Ég skil nákvæmlega hvað þú ert að fara Einar, þrátt fyrir að þú sért að voga þér að "belgja þig út" - en það er raunar í miklu harmóní við ESB sem stöðugt belgir sig út.

Það væri kannski ekki vitlaust að einhver félagsvísindamaðurinn gerði úttket  á því hvað þessar Evrópísku skammstafanir allar hafa eyðilagt margt gott og þarft málefnið. Sá félagsvísindamaður má að sjálfsögðu ekki vera samfylkingarwannabebírókratihjá Evrópusambandinu. Þá væri hin vísindalega nálgun fljót að hverfa út um gluggann.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 04:42

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, það væri alveg eftir tröllabandalaginu (svar mitt við spurningunni í yfirskrift greinarinnar).

Kjarri hér ofar þyrfti að átta sig á því, að það er vald ESB-ríkjanna, sem mestu ræður í Eftirlitsstofnun EES.

En stjórnvöld hér, einkavæðingarsækin eins og hægri öflin eru nú orðin, eiga ekki að nota þessa athugasemd Efitrlitsstofnunarinnar sem neina afsökun til né grænt ljós á að afleggja mestöll gömlu verkefnin hjá Íbúðalánasjóði, heldur á að berjast fyrir okkar íslenzku sérstöðu.

Samflokksmaður þinn, Einar, hefur skrifað frábærlega nýlega um ESB, einkum írsku kosningarnar, sem berháttuðu forræðishyggjuklíkuna í Brussel. Ég er vitaskuld að tala um Steingrím J. Sigurðsson. – Með kveðju,

Jón Valur Jensson, 29.6.2008 kl. 13:08

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Öll þessi EEEEE apparöt eru armar á sama kolkrabbanum. Til þeirra er stofnað af póltískum hvötum sem áreiðanlega hafa vel falin markmið í huga. Öll hafa þau að markmiði  yfirþjóðlegt vald, mismunandi vel falið í reglugerðafrumskógi sem "jafnaðarmenn" svonefndir hafa sérþekkingu í. Þegar svo er komið að stefnt er að því að tortíma Íbúðarlánasjóði svo liðka megi betur en orðið er fyrir víkingasveitum einkabankanna við strandhögg á hendur almenningi,- þá er fyrst ástæða til að fólk sameinist í því að "belgja sig út" og mótmæla.

Og alveg burtséð frá allri hundstungunákvæmni í skilgreiningu á apparötum oflætis og yfirgangs.

Hjarðeðli íslensks samfélags er þess helsti óvinur í dag. 

Árni Gunnarsson, 29.6.2008 kl. 13:16

6 Smámynd: Einar Ólafsson

Takk fyrir viðbrögðin við þessu litla belgingsskrifi mínu.

Ég verð aðeins að bregðast við athugasemdum Óskars og Kjarra. Í fréttinni á mbl.is er vissulega ekki minnst á ESB, heldur sagt að ESA hafi komist að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að starfsemi Íbúðalánasjóðs í núverandi mynd gangi gegn ríkisstyrkjareglum EES-samningsins. En EES-samningurinn er samningur milli þriggja EFTA-ríka og Evrópusambandsins og um ESA segir orðrétt í Handbók stjórnarráðsins um EES (bls. 39) (http://www.utanrikisraduneyti.is/samningar/ees/EESUndir//nr/436):

„Helsta hlutverk ESA er að fylgjast með því að EFTA-ríkin fari að reglum EES-samningsins.”

Þannig að ESB er líklega ekki alveg stikkfrí í þessu máli. Hinsvegar viðurkenni ég fúslega að ég hef ekki kynnt mér þetta mál frekar en það sem kemur fram í þessari frétt og öðrum stuttum fréttum í fjölmiðlum. 

Einar Ólafsson, 29.6.2008 kl. 17:18

7 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Það fáránlega við þetta mál er að hinn svo kallaði ríkisstyrkur er ábirgð ríkisins á Íbúðalánasjóði. ESA vill að Íslendingar sem eru að fjárfesta í íbúð greiði hærri vexti til lánadrottna í útlöndum. Ástæðan er skuldsetning hinna einkavæddu banka, sem ekki geta boðið betri kjör. Spurningin er því hversvegna vorum við að einkavæða bankanna og af hverju getur einkaframtakið ekki fengið svipaða fyrirgreiðslu og ríkið. Var snilli einkaframtaksins ekki rökin fyrir sölu bankanna.

Ástæðan er að sjálfsögðu glannagangur og græðgi bankanna sem ESA á nú að bjarga.

Rúnar Sveinbjörnsson, 1.7.2008 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband