2.7.2008 | 21:50
Undirskriftalisti gegn gagnflaugastöð í Tékklandi
Í Tékklandi hefur að undanförnu verið háð hörð barátta gegn fyrirætlunum um uppsetningu radastöðvar sem á að þjóna fyrirhugðuðu gagnflaugakerfi Bandaríkjanna. Önnur herstöð er fyrirhuguð í Póllandi. Þróun þessa gagnflaugakerfis kemur í kjölfar uppsögn Bandaríkjannaá ABM-sáttmálanum um bann við gagnflaugakerfum, en hann var á sínum tíma talinn mikilvægt skref í kjarnorkuafvopnun. Uppsögn samningsins og þróun gagnflaugakerfisins hefur valdið aukinni spennu milli Rússlands og Bandaríkjanna og NATO, sem hefur litið þessa áætlun Bandaríkjanna jákvæðum augum. Nú er í gangi alþjóðleg undirskriftasöfnun gegn þessum fyrirætlunum og textinn sem skrifað er undir hljóðar nokkurn veginn svona í íslenskri þýðingu:
Ég mótmæli uppsetningu bandarískrar herstöðvar í Tékklandi, sem er hluti af gagnflaugakerfi þeirra (National Missile Defense - NMD). Þessar fyrirætlanir ýta undir spennu á alþjóðvettvangi, stuðla að nýju vígbúnaðarkapphlaupi og eru fyrsta skrefið í hervæðingu geimsins og yfirráðum þar. Þar eð tveir þriðju hlutar íbúa Tékklands eru andvígir þessum fyrirætlunum tel ég sanngjarnt að tékkneska þjóðin fái að taka ákvörðun um svo mikilvægt mál með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hægt er að skrifa undir þessa yfirlýsingu á netinu og er vefslóðin þessi:
http://petice.nenasili.cz/?lang=en
Sjá nánari umfjöllun á Friðarvefnum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.