Viðskiptabann á Ísrael

Ég var enn einu sinni á Austurvelli í dag, við megum ekki láta deigan síga. En þótt óréttlætið sé mikið - já, óhemjulegt - gagnvart íslenskum almenningi, þá megum við ekki horfa framhjá miklu alvarlegra ástandi sem Palestínumenn búa við. Hvað ætla íslensk stjórnvöld að gera? Minnumst þess að Ísland var á sínum tíma í farabroddi við að viðurkenna Ísraels-ríki. Forsætisráðherra, utanríkisráðherra, forseti Íslands - hvað ætlið þið að gera? Ætlið þið að gera eitthvað meira en að harma?

Samkvæmt Morgunblaðs-fréttinni eru viðbrögð þjóðaleiðtoga ekkert yfirmáta sterk - ísraelsk stjórnvöld eru hvött til að láta af ofbeldinu - bandarísk stjórnvöld hvetja ísraelsk stjórnvöld til að forðast fall óbreyttra borgara og Hamas að hætta hryðjuverkaárásum (skv. skilgreiningu fremur Ísrael ekki hryðjuverk), utanríkisráðherra Þýskalands tekur í sama streng, Blair, erindreki í Miðausturlöndum, harmar og vill koma svæðinu aftur undir réttmæta stjórn palestínskra yfirvalda (Hamas er kannski ekki beint minn flokkur, en ef ég man rétt fékk Hamas meirihluta í kosningum 2006 - réttmæt stjórn, Blair, réttmæt stjórn?) , forseti framkvæmdastjórnar ESB lætur í ljós djúpstæðar áhyggjur og Grodon Brown hefur þungar áhyggjur. Sarkozy fordæmir óábyrgar ögranir sem hann segir að hafi leitt til ástandsins sem og beitingu of mikils vopnavalds. Hvað á hann við?

Hversu oft er ekki búið að harma ástandið, lýsa yfir þungum áhyggjum, hvetja, jafnvel fordæma? 

Á 9. áratug síðustu aldar kom að því að alþjóðasamfélaginu, þar á meðal stjórnvöldum víða um heim, ofbauð svo apartheid-stefnan í Suður-Afríku að sett var víðtækt viðskiptabann á landið, sem fól líka í sér bann við þátttöku í alþjóðlegum íþróttaviðburðum og menningarviðburðum. Viðskiptabönn eru misjafnlega áhrifarík - viðskiptabannið á Írak kom bara niður á alþýðunni í Írak, þar var einræði og einræðisstjórn í andstöðu við Vesturlönd. Þar virkaði viðskiptabann ekki. Suður-Afríka var vestrænt lýðræðisríki - þ.e.a.s. hvað hvíta minnihlutann varðaði. Efnahagslega og menningarlega var það hluti af Vesturlöndum. Þar virkaði visðkiptabann. Það sama á við um Ísrael. Þar gæti viðskiptabann virkað.

En Ísrael á sér nógu sterka málsvara í Bandaríkjunum. Og allir hinir lúffa fyrir Bandaríkjunum. Bretland, ESB, Ísland - og svo er Þýskaland auðvitað með samviskubitið gagnvart gyðingum.

En þurfum við alltaf að lúffa ganvart Bandaríkjunum. Allavega: sniðgöngum vörur frá Ísrael rétt eins og við sniðgengum vörur frá Suður-Afríku áður en viðskiptabannið var sett á Suður-Afríku. Og horfum ekki á Evróvisjon næst ef Ísrael verður með.

 Sjá hér: http://www.palestina.is/snidganga/index.htm

 

 


mbl.is Leiðtogar hvetja til friðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

3jgbdb

Kristján Sigurður Kristjánsson, 27.12.2008 kl. 23:41

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

þótt fyrr hefði verið!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.12.2008 kl. 00:20

3 identicon

Skoðaðu söguna drengur - hverjir vilja útrýma hverjum ? Hverjir aflýstu vopnahléinu?

Komdu svo og heimtaðu refsiaðgerðir

Af hverju varst þú ekki að heimta refsiaðgerðir á Palestínumenn fyrir að tilkynna að vopnahlé væri á enda? Þú vissir þá að bardagar myndu brjótast út. Ísraelsmenn - eins og annað fólk hefur fulla heimild til þess að verja sig -

Eina sem Palestínumenn þurftu að gera var að viðhalda vopnahléinu.

Ég hef verið kallaður Zíonisti fyrir að halda uppi vörnum fyrir Ísraelsmenn -

Jafngildir það því að þið sem viljið ganga frá þeim styðjið Al Kaída?

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband