4.1.2009 | 13:55
Ljós í myrkrinu
Þetta er tiltölulega skorinorð yfirlýsing hjá utanríkisráðherra og henni ber að fanga þótt en sé væntanlega langt í land að kröfum um stjórnmálaslit verði mætt.
Það er kannski rétt að bera þessa yfirlýsingu saman við orð menntamálaráðherra, varaformanns Sjálfstæðiflokksins, í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu í dag. Svo vitnað sé í vef RÚV:
"Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki unnt að fordæma aðgerðir Ísraela að svo stöddu. Ríkisstjórnin hafi ekki rætt málið en geri það væntanlega í vikunni. Ekki megi gleyma ábyrgð Hamas-samtakanna á ástandinu."
Í þessu viðtali kom fram ótrúlegt skilningsleysi og tilfinningaleysi fyrir aðstæðum Palesínumanna. Að þeim hefur verið þrengt stöðugt á undanförnum áratugum, land þeirra gert að fangabúðum í bókstaflegri merkingu þar sem þeir komast ekki milli eigin byggða nema gegnum niðurlægjandi meðferð við varðstöðvar Ísraelsstjórnar, í mörgum tilvikum gert nær ómögulegt að sækja vinnu, lífsnauðsynlegar ferðir á sjúkrahús tafðar von úr viti, byggðir þeirra lokaðar af með ókleifum múr o.s.frv., o.s.frv. Stöðugt hefur verið hamrað á að samkomulag verði að nást milli Ísraels og Palestínu og Palestínumenn hafa stöðugt gefið meira eftir meðan Ísraelsmenn virða ekki samþykktir SÞ. Loks urðu til herskárri samtök meðal Palestínumanna sem fá stuðning meðal almennings, sem hefur búið við harðræði og ofsóknir áratugum saman og eygir varla nokkra von. Hvaða skoðun sem við höfum á Hamas-samtökunum, þá skulum við ekki gleyma úr hvaða jarðvegi þau spretta - og hverjir hafa plægt þann jarðveg.
Hvernig getur menntamálaráðherra Íslands leyft sér að hafna því að fordæma fjöldamorð á innikróuðu fólkinu með tilvísun til þess að ekki megi gleyma ábyrgð Hamas-samtakanna á ástandinu? Ástandið var orðið til löngu áður en Hamas-samtökin vorur stofnuð, þessi árás á Gaza núna er bara framhald á yfirgangi og árásum sem hafa staðið áratugum saman. Og nú ætti að vera komið nóg - burtséð frá stefnu og aðgerðum Hamas.
Fordæmir innrás á Gasa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er það hatur eða einfeldni sem rekur menn til að vera með svona lýðskrum? Hamas eru samtök sem sem vilja knésetja og útrýma eina ríkinu sem SÞ hafa samþykkt. Ef þú leitar uppruna Hamassamtakanna, er mjög auðvelt að benda á að sumir af stofnendum Múslímska Bræðralagsins systursamtaka Hamas voru stuðningsmenn Hitlers í útrýmingarherferð hans á gyðingum. Hamas eru samtök sem sækja stuðning sinn frá Teheran og þar er líka ætlunin að útrýma Ísrael og gyðingum. Getur verið að bókavörður í Reykjavík ríði á sama úlfalda.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.1.2009 kl. 14:12
Óhugnanlegur hugsunarháttur! Öðrvísi er ekki hægt að bregðast við þeim dómadags orðavaðli sem veltur út úr VÖV. Maðurinn hlýtur að vera meira en lítið sjúkur - ég hef lesið slíkar athugasemdir frá honum víðar. Það er semsagt í lagi að drepa konur og börn sem eru innikróuð í dauðagildru vegna uppruna Hamas: en þesssar kenningar VÖV eru auk þess í meira lagi vafasamar. En vitanega snýst þetta ekkeret um það.
Þorgrímur Gestsson, 4.1.2009 kl. 14:31
Ágæti Vilhjámur. Ef þú hefðir lesið þennan pistil minn með sæmilegri athygli, þá hefðirðu kannski séð að ég geri enga tilraun þar til að fegra Hamas-samtökin. Ég segi að þau séu herská, ég bendi mönnum á að skoða úr hvaða jarðvegi þau spretta hvaða skoðun sem þeir hafa á samtökunum. Loks bendi ég á að Palestínumenn hafa búið við harðræði áratugum sman, bæði fyrir og eftir stofnun Hamas-samtakanna. Getur verið að fornleifafræðingur og meintur sagnfræðingur lesi bara það sem honum hentar úr út textum.
Einar Ólafsson, 4.1.2009 kl. 14:43
Ingibjörg er sá stjórnmálamaður sem ber einna mesta ábyrgð á að hafa lagt íslenskt þjóðfélag næstum í rúst og komið þúsundum manna í mikil vandræði. Þar að auki virðist hún óforskömmuðust þeirra allra. Nú skreytir hún sig með lánsfjöðrum hræsninnar gagnvart Ísraelsmönnum í baráttu þeirra fyrir tilvist sinni sem þjóð. Það er svosem ekki við öðru að búast af henni. Hún er tómasta tunnan í Íslandi í dag.
Circus (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 14:53
Þorgrímur Gestsson styður kannski útrýmingu ríkis sem SÞ hafa samþykkt? Hann styður kannski aðferðir Hamas, þar sem börn eru notuð sem skjöldur fyrir hermenn? Börn sem deyja á Gaza syrgi ég ekki minna en þú, ÞG, en börn þessi deyja vegna dauðastefnu Hamas, sem hefur alltaf haft að markmiði að útrýma Ísraelsþjóð og -ríki. Ef það hefur farið fram hjá þér, ert þú að röfla um eitthvað sem þú hefur ekkert vit á.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.1.2009 kl. 15:01
Þorgrímur og Einar. Þeir sem lokaðir eru inni á Gazavöllum, eru þar "í boði" Hamas. Hamas notar börn sem brjóstvörn sína. Því miður deyja börn í þessum hildarleik, þegar maður syngur þau í svefn með hatursþulum ofan á sprengjugeymslu.
Einar, Palestínuþjóðin er versti fjandi sjálfs síns. Reyndu ekki að koma eymd þjóðarinnar yfir á Ísrael. Alls kyns spilling og öfgatrú hefur komið henni í koll. Nágrannar Hamas í Jórdaníu hafa reyndar fellt flesta Palestínumenn. Stóðu í útrýmingarherferð á þeim frá 1970-71.
Einar, ég er ekki sagnfræðingur (heldur ekki meintur), þótt ég sé þekktur fyrir sagnfræðistörf í Danmörku.Stundum þarf fornleifafræðinga til að uppgötva og gera því skil sem sagnfræðingar geta ómögulega séð. Aðferðarfræðin er ekki ósvipuð.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.1.2009 kl. 15:03
Þetta lið sem hér ræður ríkjum er upp til hópa gersamlega veruleikafirrt:
Utanríkisráðherra fordæmir með froðusnakki
Höfnum spilltum pakkaferðum alþingismanna
Ástþór Magnússon Wium, 4.1.2009 kl. 16:49
VÖV, þú ert sjálfum þér verstur með því að verja glataðan málstað og nota til þess glötuð rök.
Vésteinn Valgarðsson, 5.1.2009 kl. 01:11
Gömul rök. Á ég kannski að taka upp rök fólks sem styður hryðjuverk?
Mads Gilbert heitir læknir sem nú er mikið vitnað í (líka Vésteinn), því hann er á Gaza og stundar lækningar á Hamas. Margar fréttstöðvar og sér í lagi Íslendingar virðast bera mikla virðingu fyrir þessum manni.
Hann lýsti ánægju sinni með og taldi árásir Al Qaida á New York 2001 (9/11 árásina) réttmætar. Svo vitnað sé í Wikipediu, því ég fann ekki í fljótu bragði hvernig norsku fréttastofurnar greindu frá þessu á sínum tíma:
Like etter angrepet på World Trade Center i USA september 2001 vakte det oppsikt da Gilbert forsvarte undertryktes moralske rett til å angripe USA. «Hvis USAs regjering har en legitim rett til å bombe og drepe sivile i Irak, har også de undertrykte en moralsk rett til å angripe USA med de våpen de måtte skape. Døde sivile er det samme enten det er amerikanere, palestinere eller irakere.» På direkte spørsmål om han støttet terrorangrep på USA, svarte Gilbert: «Terror er et dårlig våpen, men svaret er ja, innenfor den konteksten jeg har nevnt.»
Þetta gildir þá líka fyrir Ísrael. ÞETTA ER ENN EINN NORSKUR SKíTHÆLL. Þessi karakter kallar sig lækni, þó hann brjóti allar siðareglur lækna. Og furðu sætir að Íslenskir fréttamiðlar telji sig til neydda að breiða út fréttir frá þessum "frábæra" manni.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2009 kl. 07:57
Það er ómögulegt að eiga orðastað við sjúkt fólk eins og VÖV og þess vegna betra að láta það vera. Hann tekur ekki mark á öðrum rökum en þeim sem henta honum og vinum hans, önnur rök eru að hans mati byggð á lygi. En hann skal ekki komst upp með að saka mig um að verja dráp á konum og börnum. Þetta með skjöldinn er náttúrlega ekkert annað en áróður Ísraelsmanna. Þeir lokuðu Palestínumenn inni á Gaza og jusu síðan sprengjum yfir fólkið, sem komst ekki undan þeim. Síðan saka þeir Hamas um að hafa skýlt sér á bak við konur og börn. Hvert áttu þeir að fara? Þetta er mikill mannlegur harmleikur og getur hver og einn reynt að setja sig í spor þessa fólks, sem býr við þessar hörmulegu aðstæður. Og að lokum: Getur einhver haldið því fram að líf fólks á Manhattan sé meira virði en líf fólks í Írak? Ef VÖV sér þetta þætti mér athyglisvert að fá skoðun hans á því!
Þorgrímur Gestsson, 19.2.2009 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.