Sjúkrahúsrekstur í hendur lyfjafyrirtækja?

Nú er að koma gangur í þetta hjá heilbrigðisráðherra - ekki lengur einhverjir "áhugasamir heilbrigðisstarfmenn" að taka að sér rekstur - engir kotungar, ekkert hallærislegt Heilsverndarstöðvardæmi - nú er það sjálfur Actavis-kraftaverkamaðurinn, gott að maður með reynslu í lyfjaiðnaðinum komist nú í sjúkrahúsrekstur, ekki ónýtt fyrir Actavis (nokkur hagsmunaárekstur?):

 Vísir, 21. nóv. 2008 11:47 : Segir Róbert Wessmann hafa skoðað skurðstofur

Vísir, 21. nóv. 2008 13:30 : Róbert beitir sér fyrir samstarfi við virta sjúkrastofnun í Bandaríkjunum

Salt Investments fulfils a unique role on the global financial scene, combining successful business operations as an investment firm with consideration and caring for health, education and environmental issues. http://www.saltinvestments.com/

Salt Pharma

An important part of Salt Investments’ portfolio is its holding in Actavis Group, a company with a leading global presence in the development, manufacture, and sale of first-class generic pharmaceuticals. http://www.saltinvestments.com/Salt-Pharma/


mbl.is Væntir mikils af Sjúkratryggingastofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er lykt af þessu öllu saman.  Reykjanesbær var "góðærisvæddur" undir forystu Árna Sigfússonar, eignir látnar inn í apparat sem fjármagnaði allt í botn og það látið byggja nýjar eignir "fyrir" bæinn.  Virkar fínt meðan bólan er blásin upp, en nú má búast við hausverk.  En það stoppar þá ekki í að reyna að blása heilbrigðiskerfisbóluna upp, var ekki novator að komast í einhver vandræði, kannski einkavæðing íslenska heilbrigðiskerfisins gæti hresst upp á fjárhagslega heilsu þessara apparata?

Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 14:53

2 Smámynd: Bergljót Aðalsteinsdóttir

'eg vona að samfylkingin átti sig á hvað þessi frjálshyggjumaður er að ætla sér og stoppi þennan gjörning en þetta segir okkur bara að auðmenn eru á fullu að reyna að sölsa undir sig heilbrigðiskerfið okkar með dyggum stuðningi Guðlaugs Þórs við þurfum að losna við hann og hans líka af þingi annars heldur spillingin áfram fjölmiðlar eru máttlausir í sínum málfluttningi enda stjórnað af auðmönnum leynt og ljóst Sýnum samstöðu og stoppum Guðlaug Þór krefjumst kosninga í vor Látum ekki okkar góða heilbrigðiskerfi í hendur siðlausra auðmanna

Bergljót Aðalsteinsdóttir, 9.1.2009 kl. 19:03

3 Smámynd: Páll Gröndal

Ég tek eindregið undir með Bergljótu, það þarf að stöðva Guðlaug Þór. En það þarf meira til. Stjórnin verður að víkja og við krefjumst kosninga sem fyrst. Gjörningur heilbrigðisráðherra sýnir greinilega að ríkistjórninni er ekki treystandi, siðleysið heldur áfram á fullu. Ég bendi á viðtal Egils við Njörð P. Njarðvík í Silfri Egils, en það var hressandi að heyra umbúðalaust álit á því hvað gera þarf til að rétta skútuna við. Endurreysum líðveldið!!!!

Páll Gröndal, 12.1.2009 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband