Fjárlög 2009: 1,4 milljarður í hernaðarmál

Þessi grein birtist á Friðarvefnum, fridur.is, 9. desember.

18. desember sl. var hér á Friðarvefnum farið yfir tillögur fjárlagafrumvarpsins fyrir 2009 um útgjöld til varnarmála. Niðurstaðan var þessi:

• Varnarmálastofnun: 1.409,4 milljónir króna
• NATO: 70,8 milljónir króna
• Fastanefnd Íslands hjá NATO: 123,9 milljónir króna
Samtals: 1604,1 milljónir króna

Fjárlögin voru afgreidd í þinginu 22. desember og þegar endanleg niðustaða er skoðuð hafa orðið nokkrar breytingar.

Útgjöld til Varnarmálastofnunar hafa lækkað nokkuð og eru 1.227 milljónir króna (bls. 58) en bein útgjöld vegna aðildarinnar að NATO hafa hinsvegar hækkað og eru 87,6 milljónir króna (bls. 60). Ekki kemur fram í lögunum sjálfum kostnaður við Fastanefnd Íslands hjá NATO en heildarkostnaður vegna sendiráða (fastanefndin er undir þeim lið) er hins vegar heldur hærri (9,3 milljónir) í lögunum en gert var ráð fyrir í frumvarpinu og má því ætla að ekki hafi verið dregið úr kostnaði við fastanefndina, sem er þá 123,9 milljónir króna. Ef það er rétt, þá er heildarkostnaðurinn 1438,5 millljónir króna.

Þessi útgjöld eru að verulegu leyti gagnslaus og reyndar til ills eins. Þó má vera að Ratsjárstofnun, sem var sett undir Varnarmálstofnun við stofnun hennar í fyrra, sé til einhvers gagns. Útgjöld vegna Ratsjárstofnunar samkvæmt fjárlögum 2008 voru 822,3 milljónir króna en í frumvarpinu fyrir 2009 kemur engin sundurliðun fram. Ef við reiknum með svipuðum útgjöldum 2009, þá er annar kostnaður við Varnarmálstofnun 404,7 milljónir króna, sem er þarflaus. Samtals mætti því spara að minnsta kosti 616,2 milljónir króna og sennilega miklu meira.

Til samanburðar þessum tölum má geta þess að með þeim tillögum sem heilbrigðisráðherra kynnti nú í vikunni um skiplagsbreytingar í heilbrigðiskerfinu á að spara 1300 milljónir og sértekjur heilbrigðisstofnana af komugjaldi vegna innlagnar á sjúkrahús eru áætlaðar um 360 milljónir á næsta ári.

Friðarvefurinn 18. des. 2008: Fjárlagafrumvarpið: 1,6 milljarður í hernaðarmál
Fjárlög fyrir árið 2009 (pdf-skjal)
Fréttablaðið 8. jan. 2009: Stofnunum verður fækkað og skorið niður um 1300 milljónir
Visir.is 23. des. 2008: Ný gjöld og hækkun í heilbrigðisþjónustu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Einar og þakka þér fyrir það liðna.

Já það er dapurlegt að horfa upp á þessar háu tölur. Auðveldlega væri að stika þær allar út og setja á eitt stórt 0. Við höfum ekkert gagn af þessu sem snýr að hernaðarbrölti. Við þurfum að vísu að leggja e-ð af mörkum til að tryggja öryggi í borgaralegu flugi um íslenska flugumferðarsvæðisins. Þar fáum við einnig umtalsverðar tekjur á móti.

Bestu kveðjur

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 10.1.2009 kl. 11:02

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Einn af ræðumönnunum á Austurvelli í dag bar þessi útgjöld saman við tiltekinn niðurskurð í heilbrigðiskerfinu (man ekki í svipinn hvaða). Ég hafði ekki áttað mig á þessum tölum og held að ég sé ekki einn um að hafa tekið andköf við samanburðinn.

Haraldur Hansson, 10.1.2009 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband