Kynningarfundur með frambjóðendum VG í SV-kjördæmi

Frambjóðendur í forvali Vinstri grænna í SV-kjördæmi munu kynna sig og verða til viðtals laugardaginn 7. mars frá kl. 15 – 17 í félagsheimili VG að Hamraborg 1 – 3 í Kópavogi. Alls eru 15 frambjóðendur sem gefa kost á sér í forvalinu.
 

Frambjóðendabæklingur fyrir SV er kominn á netið

Bæklingur með upplýsingum um frambjóðendur í forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi er kominn á vefinn. Hægt er að nálgast bæklinginn hér.

 

Þeir sem vilja ganga í flokkinn geta gert það hér

 

Forvalið fer fram þann 14. mars næstkomandi að Hamraborg 1-3 í Kópavogi, Strandgötu 11 í Hafnarfirði og Hlégarði í Mosfellsbæ kl. 10:00 – 22:00. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram kl. 16.00 – 21.00 að Hamraborg 1-3 í Kópavogi þann 12. og 13. mars 2009. Þeir félagsmenn sem eru erlendis eða úti á landi geta óskað eftir að taka þátt í forvalinu með póstkosningu.

 

Sjá nánar www.vg.is.

 

Ég gef kost á mér í 5.-6. sæti

 Helstu áherslur mínar:

 

Við berum ekki ábyrgð á kreppu auðvaldsins. Virkt og beint lýðræði þarf að styrkja og uppræta arðránskerfi auðvaldsins. Verjum kjörin og atvinnuna, endurheimtum ránsfenginn. Almenningur taki ekki á sig byrðar meðan aðrir sleppa. Bankana í almannaeigu – gegnsæi í fjármálakerfinu. Stöðvum einkavæðingu í almannaþjónustu – auðlindir í þjóðareign. Fleiri fyrirtæki í almannaeigu, verjum athafnafrelsi einstaklinga og almennings gegn stórfyrirtækjum, samvinnu ekki síður en samkeppni. Styttum vinnutímann – verjum réttinn til letinnar. Alþjóðahyggja: alþjóðleg samvinna og viðskipti taki mið af hagsmunum almennings. Ísland verði friðlýst fyrir gereyðingarvopnum – Ísland úr NATO. Kapítalískar stórríkislausnir Evrópusambandsins eru úreltar.

 

Sjá nánar:

http://notendur.centrum.is/~einarol


 

 

 

 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Ég kýs að vera óflokksbundin..

TARA, 11.3.2009 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband