Auðvitað ber enginn ábyrgð

Það ber náttúrulega enginn ábyrgð á þessu í Sjálfstæðislflokknum, og það er alveg rétt, enginn einstaklingur verður hengdur, alla vega enginn smiður, því að þetta var bara viðtekin venja: meðan Kolkrabbinn var og hét hélt hann væntanlega Sjálfstæðisflokknum uppi og þótti ekki tiltökumál, en það er líklega hvergi skráð.

En að öðru. Það var skemmtilegur leitðari í Mogganum í gær, skírdag, og m.a. vitnað í ræðu Geirs H. Haarde, sem hann flutti þegar hann mælti fyrir frumvarpinu um fjármál stjórnmálasamtaka á Alþingi 8. desember 2006. Þetta er yndislegur lítill ræðubútur, og minnir á að það væri verðugt verkefni fyrir stúdent í málvísindum eða bókmenntafræði að greina orðræðu sjálfstæðismanna. Lesið þetta og takið fyrst eftir orðinu viðurhlutamiklu og svo hinu hvernig ræðumaður útlokar það gersamlega að nokkurn tíma hafi verið reynt að hafa áhrif á stjórnmálaflokka með óeðlilegum hætti (ef gengið væri á hann mundi hann þó kannski geta bent á Rússagullið sem sósíalistar áttu að hafa fengið og er líklega það eina sem eitthvað hefur verið reynt að rannsaka í þessum efnum):

 

Ég ítreka það fyrir mína parta að höfuðástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn telur nú brýnt að setja löggjöf af þessu tagi eru þær viðurhlutamiklu breytingar sem orðið hafa á efnahags- og fjármálaumhverfinu á Íslandi sem þó eru í sjálfu sér auðvitað mjög jákvæðar. Við höfum ekki séð nein merki þess í dag að reynt sé með óeðlilegum hætti að hafa áhrif á stjórnmálastarfsemina í landinu af hálfu fjársterkra fyrirtækja eða fjársterkra einstaklinga en við viljum reisa skorður við þeim möguleika áður en slíkt gerði hugsanlega vart við sig og við viljum jafnframt gera flokkunum mögulegt að starfa með öflugum hætti með því að veita þeim eðlilegan stuðning af opinberu fé. Við teljum það nauðsynlegt til þess að flokkarnir geti sinnt því grundvallarlýðræðishlutverki sínu og því sem þeim er ætlað í stjórnskipan landsins. Við teljum nauðsynlegt að verja stjórnmálalífið fyrir þeirri hættu að gerðar verði tilraunir til þess að hafa áhrif á úrslit einstakra mála með óeðlilegum hætti.

http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=133&mnr=435

 


mbl.is Andri hættir störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Voðaleg falsana-þvæla er þetta! Svo síendurtaka Sjallarnir: "..lögin sem VIРSjálfstæðismenn áttum frumkvæðið að.." þó Jóhanna og fleiri væru búin að RELLA um málið yfir 10 ár ;)

Hlédís, 11.4.2009 kl. 07:10

2 identicon

Sæll Einar.

Já, svo mörg voru þau ORÐIN !

 Takk fyrir þessa ábendingu .

Kveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 08:30

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir góðan pistil. Þetta er augljóslega tvískinnungur

Sigurður Þórðarson, 12.4.2009 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband