Var hústakan á Vatnsstíg siðlaust hryðjuverk?

Ég var að líta á frásagnir og myndir af innbroti lögreglunnar í húsið við Vatnsstíg á miðvikudagsmorguninn. Ég held að hér þurfi ýmislegt að athuga. Lögreglan virðist hafa komið fram við fólk, sem einfaldlega hafði búið um sig í mannlausu húsi, sem eigendurnir láta grotna niður, eins og það hafi verið að fremja hryðjaverk, taka gísla eða eitthvað í þá áttina. Stjórnvöld, ríkisstjórn og borgarstjórn, verða að láta málið til sín taka. Þetta segi ég bæði sem almennur borgari og stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar og frambjóðandi fyrir VG.

Sjá:

http://this.is/nei/?p=4828

http://aftaka.org/2009/04/17/hustaka-anarkismi-2/

http://this.is/nei/?p=4812


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Ég er hjartanlega sammála þessu, Einar. Löggan kom fram eins og flokkur undirverktaka eigendanna í þessu máli. Getur maður kallað á lögregluna ef  maðuar þarf að rífa hús?

Þorgrímur Gestsson, 17.4.2009 kl. 22:07

2 identicon

Já klárlega siðlaust hryðjuverk.  spurning um Haag dómsstólinn???.  Er ekki rétt að hugsa aðeins?

itg (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 22:12

3 Smámynd: Hlédís

Lögregla var látin fremja lögbrot þarna. Hún stórskemmdi hús, byggt fyrir 1918 sem ekki hefur enn verið leyft að rífa niður. Hver ber ábyrgð á þessu? - : 1) Núverandi dómsmálaráðherra. 2)eingöngu ríkislögreglustjóri - skipaður að síðasta ráðherra - 3) lögreglustjórinn í Reykjavík - 4) allir þrír - eða 5) eins og svo oft hér á landi, að: ENGINN BER ÁBYRGÐ?!

Nógu væn laun hafa allir þessir embættismenn, m a fyrir að "Axla ábyrgð" - sem er raunar orðið hreint brandara-orðalag upp á síðkastið.

Hlédís, 17.4.2009 kl. 22:39

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Lögreglustjórinn í Reykjavík ber ábyrgð á þessu, en hann er pólitísk pissudúkka og er ekki að fara að "axla" þá ábyrgð nú, frekar en fyrri daginn.

Framganga lögreglunnar var ámælisverð í marga staði. Ekki síst í þeim skilningi að nú veit fólk að það hefur engu að tapa í samskiptum sínum við lögreglu..sem aftur leiðir af sér hvað..?

Haraldur Davíðsson, 18.4.2009 kl. 05:10

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sammála því að stjórnvöld eigi að láta þetta til sín taka. En það munu þau samt ekki gera. Margir eru andsnúnir hústökufólkinu í þessu máli. Nú má ekki styggja neinn.

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.4.2009 kl. 12:17

6 identicon

Sammála, mér finnst nauðsynlegt að menn séu dregnir til ábyrgðar vegna þessara aðgerða og finnst algerlega við hæfi að dómsmálaráðherrann segi af sér út af þessu hneyksli.!!!!

Grétar (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 12:37

7 Smámynd: Hlédís

Haraldur! Viltu skýra setninguna: "..nú veit fólk að það hefur engu að tapa í samskiptum sínum við lögreglu.." aðeins nánar?    Ég missti af þér þarna.

Hlédís, 18.4.2009 kl. 13:27

8 Smámynd: Haraldur Davíðsson

...nú, viti fólk að hvort sem það beitir ofbeldi eða ekki, þá mun það verða fyrir ofbeldi af hálfu lögreglu, þá aukast nú töluvert líkurnar á að ofbeldið aukist og verði viðurkennd taktík....vertu fyrri til..gæti þá orðið útgangspunkturinn.

Það er greinilega stefna lögreglu nú, að beita allri þeirri hörku sem þeir geta, svo þá má líklega búast við því sama úr hinni áttinni fljótlega....

...auga fyrir auga segir "góða" bókin...og nú spyrja væntanlega einhverjir; af hverju ekki?

Haraldur Davíðsson, 18.4.2009 kl. 19:05

9 Smámynd: Einar Þór Strand

Nafni það er gott að vita að þú villt að valdstjórnin hætti að skipta sér af því hvað borgararnir gera, og eitt af því fyrsta sem væri rétt að láta hana hætta að skipta sér af væri þegar borgararnir ákeða að beita alþingismenn og frambjóðendur til alþingis ofbeldi, eða finnst þér það ekki bara eðlileg byrjun á góðri breytingu!!!!!!!?

Einar Þór Strand, 18.4.2009 kl. 19:25

10 Smámynd: Hlédís

Talaðu fyrir sjálfan þig, Einar Þór! Leiðinlegt þegar fólki eru sífellt lögð orð í munn!

Hlédís, 18.4.2009 kl. 19:38

11 Smámynd: Einar Þór Strand

Hlédís það er líka leiðilegt þegar fólk er svo miklir kjánar að sjá ekki að það verður að taka tillit til allra og þetta fólk var að fremja lögbrot og í reynd að setja sjálfa síg og aðra í hættu.

Einar Þór Strand, 18.4.2009 kl. 19:49

12 Smámynd: Hlédís

Gott, Einar Þór!

Nú talarðu að mestu um eigin skoðun. Raunar eru AÐFARIR lögreglu mest gagnrýndar hér.

Hlédís, 18.4.2009 kl. 20:17

13 Smámynd: Einar Þór Strand

Hlédís þau voru víbúin þannig að hvað átti að gera? Látta bara gott heita?

Einar Þór Strand, 19.4.2009 kl. 12:07

14 Smámynd: Hlédís

Sæll, Einar Þór! Einfaldast hefði verið að halda vörð við vatnslaust húsið. Hleypa út - ekki inn. Það þýðir ekki að halda fram að slíkt taki of langan tíma. Vopnuð innrás, - jafnvel án keðjusaga -var engan veg réttlætanleg fyrr en sýnt væri að venjuleg, róleg vinnubrögð gengju ekki.

Vil helst ekki eyða meira blogg-púðri á þessi mistök yfirmanna í löggæslunni. Vonandi verður tekið á mestu vitleysinn þar og í húsbraskara-aðferðum við að leggja gömul hverfi í eyði. Við gerum það ekki hér.

Hlédís, 19.4.2009 kl. 14:32

15 Smámynd: TARA

Eignarétturinn var ekki virtur og því koma til kasta lögreglunnar og ekki við hana að sakast fyrir að vinna sitt starf

TARA, 19.4.2009 kl. 17:25

16 Smámynd: Hlédís

Hvað skyldi Tara vera að fara?

Hlédís, 19.4.2009 kl. 17:36

17 Smámynd: TARA

Ég....er ekkert að fara...ætla bara að vera

TARA, 19.4.2009 kl. 18:31

18 Smámynd: Hlédís

Tara!

Svo gott að Eigandi síðunnar leyfi þér að vera :)

Hlédís, 19.4.2009 kl. 18:34

19 Smámynd: TARA

   







TARA, 19.4.2009 kl. 19:06

20 Smámynd: Hlédís

Afrita þetta Tara!

Eigandinn veitir ykkur örugglega húsaskjól! Einar er gæðamaður ;)

Hlédís, 19.4.2009 kl. 19:31

21 Smámynd: TARA

Börn og blóm bræða alla ...knús til þín

TARA, 19.4.2009 kl. 19:37

22 Smámynd: Einar Ólafsson

Ja hérna, þetta er bara búnar að er líflegar umræður (ekkert miðað við umræðurnar hjá Hlédísi stundum), hef ekki haft tíma til að kíkja á þær fyrr en nú.

Ég er reyndar ekki viss um að ég sé eigandi þessarar síðu, er það ekki Mogginn? – en ég hef væntanlega umráðrétt yfir henni, ritstjórnarvald, húsbóndavald – og ég segi: það eru allir velkomnir inn meðan þeir haga sér skikkanlega og kynna sig og það hafa allir gert hér, allir koma fram undir fullu nafni eða hafa upplýsingar um sig á sínum síðum.

Eignarétturinn var ekki virtur, segir Tara (takk fyrir barnið og rósina!). Eignarrétturinn hefur ekki verið mikils virtur að undanförnu. Bara sem dæmi: Einhver lagði inn á banka 100 þúsund krónur í fyrra, en seint í haust fær hann bréf frá bankanum um að hann fái bara 60-70 þúsund borgað til baka. Bara ein lítið saga af óteljandi og mörgum miklu dramatískari. Engin lögga kemur, engar keðjusagir, enginn piparúði, engar handtökur.

En auðvitað er málið ekki svona einfalt. Það eru margar hliðar á hústökumálinu við Vatnsstíg. Ein er sú táknræna: hverjum ber að virða eignarréttinn og hverjum ekki?

Önnur er þessi: hér stendur autt hús – af hverju ekki að nýta það úr því að eigandi lætur að bara drabbast niður? Hefði kannski verið hægt að leysa málið með því að semja við hústökufólkið? Þið getið nýtt húsið meðan það er stendur autt – það þarf reyndar að skoða eldvarnarmál, það þarf kannski að laga færa eitthvað með tilliti þess, en að því uppfylltu, nýtið húsið. Hvað átti að gera, láta bara gott heita? spyr nafni minn. Já, það var einmitt það sem átti að gera, þ.e.a.s. að uppfylltum skilyrðum um eldvarnir. Og koma svo í veg fyrir þetta andskotans lóða- og húsnæðisbrask – og braskið yfirleitt.. Það er stóra samhengið.

Nei, þetta var ekki fólk til að semja við. Það er samið við alls kyns skúrka sem ræna almenning milljörðum, en ekki þetta fólk, sem engan var að ræna. Það fór bara inn í autt hús sem var í óhirðu, en það er ekki að hrekja neinn úr því.

Á meðan er fólk andvaka af áhyggjum yfir hvort það geti haldið húsnæði sem það samdi um kaupa á í góðri trú.

Einar Ólafsson, 19.4.2009 kl. 21:16

23 Smámynd: Hlédís

Velkominn á eigin síðu, Einar minn!

Ábendingar þínar eru þarfar, að vanda!

Bið að heilsa, góða nótt!

Hlédís, 19.4.2009 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband