Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza

palestinafrjals 02

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza á Lækjartorgi, þriðjudag 30. desember kl. 16

Kröfur dagsins eru:

Stöðvið fjöldamorð Ísraelshers á Gaza

Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael

Ræðumenn verða:

María S. Gunnarsdóttir, formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna

Ögmundur Jónasson, alþingismaður

Sr. Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur

Fundarstjóri: Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands

Fundurinn er undibúinn af Félaginu Ísland-Palestína með stuðningi fjölmargra félagasamtaka

Fjölmennum!

Látum erindið berast á Facebook: http://www.facebook.com/n/?event.php&eid=41181914711


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við eigum að Blessa Ísrael og ég skil ekki í Hvað Örn Bárður er að bölva ísrael Íslendingar hafa verið blessuð frá því 1947 og við skulum ekki bölva og ég skil ekkert í hvað Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var að blessa djöfulin við sjáum hvað hefur gengið ifir þjóðina og er þettað allt rotið ætli Örn Bárður sé ekki með sömu stefnu og Lúter sem HATAÐI Giðinga Blleesaðir leiðið ekki meiri bölvun ifir þjóðin. Biðjum Jerúsalem Friðar Biðjum Jerúsalem Friðar Söng Örn Bárður með mér 1988

Hafsteinn Guðsmaður (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 13:07

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Hvað með mótmæli gegn vopnahlésbroti Hamas hreyfingarinnar?  Það er ekkert vit í því að gagnrýna bara annan deiluaðilann þegar báðir sýna grimmd.  Það gagnar ekki að snúast á ás með aðeins öðrum aðilanum, því það maganar bara spennuna.  Báða aðila þarf að gagnrýna og hvetja til að semja sig út úr vandanum.

Svanur Sigurbjörnsson, 30.12.2008 kl. 16:19

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hafsteinn Guðsmaður. Það sagði engin neitt, sem flokkast getur undir Gyðingahatur á þessum fundi. Allavega ekki á Íslensku. Gagnrýni á þjóðríkið Ísrael hefur ekkert með Gyðingahatur að gera. Ekki einu sinni þó um óréttmæta gagnrýni sé að ræða svo ekki sé talað um þerar um verðskuldaða og rétmæta gagnrýni er að ræða eins og var á þessum fundi. Ég skal biðja með þér fyrir friði í Jerúsalem. Ég vil hins vegar bend á að þjóð, sem hernemur aðra þjóð, kúgar þegna hennar að mikilli grimmd, fremur reglulega fjöldamorð á þegnum hennar, eyðileggur heimili þegna hennar, akra, ólífutré og annað, sem þegnar hennar þurfa sér til lífsviðurværis og er alltaf að ræna meiru og meiru af landi hennar, getur ekki vænst þess að lifa í friði. Þeir, sem framkvæma reglulega grimmileg ofbelsisverk gagnvart nágrönnum sínum og kúga þá með mikilli grimmd geta ekki vænst þess að lifa í friði. Ofbeldi getur af sér meira ofbeldi.

Svanur Sigurbjörnsson. Það er einfaldlega lygi að Palestínumenn hafi rofið vopnahléð við Ísraela. Það voru Ísraelar sjálfir, sem gerðu árás á Gasa nóttina, sem úrslit voru gerð kunn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum og augu heimsins því á öðrum stað. Þeir hafa líka ekki staðið við neitt í þessu vopnahléssamkomulagi. Þeir hafa ekki létt einangrun sinni á Gasa. Þeir hafa ekki sleppt þeim hluta af þeim rúmlega ellefu þúsund gíslum, sem þeir hafa í Ísraelskum fangelsum og hafa margir hverjir verið í mörg ár án dóms og laga. Þessu vopnahléi var því sjálfhætt þegar það rann út en það var tímabundið samkvæmt samningnum.

Það er lítilmannlegt að kenna fórnarlömbum ofbeldis um ofbeldið eins og gert er mikið af gagnvart Palestínumönnum. Andspyrnusveitir Gyðinga réðust oft á þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni. Voru fjöldamorð Þjóðverja á þeim þar með þeim sjálfum að kenna? Nei og aftur nei. Þó hernumin þjóð berji stundum frá sér gagnvart kúgurum sínum þá er ofbeldið sök hins grimma hernámsveldis, sem stendur fyrir kúguninni og þá ekki hvað síst þegar það er hernámsveldið, sem er helsti gerandin í þeim ofbeldisverkum eins og hefur verið varðandi deilu Ísraela og Palestínumanna.

Sigurður M Grétarsson, 30.12.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband