„Hvað ef“

„Staðan í okkar samfélagi væri allt önnur ef Ísland væri hluti af Evrópusambandinu og myntbandalagi Evrópu." Þannig hefst grein Sigrúnar Elsu Smáradóttur borgarfulltrúa Samfylkingarinnar undir fyrirsögninni „Hvað ef" í Morgunblaðinu 15. febrúar.

 

Ég varð eiginlega kjaftstopp þegar ég las þetta. Hér var búið að þenja fjármálakerfið svo út að það var orðið margfalt á við hagkerfi Íslands og braskið orðið slíkt að það skilur varla nokkur maður í því, tiltölulega fámennir hópur auðmanna var búinn að sjúga út úr því óhemju auð sér til handa, í þeirra hópi voru tugir eða hundruð milljóna orðnir að vasapeningum samtímis því sem stjórnvöld réðust í ótrúlegar virkjanaframkvæmdir og byggingaframkvæmdir sem skila sér nú í heilu úthverfuunm þar sem hús standa auð og óhemjulegt fjármagn liggur í gagnslausum götum og holræsakerfum.

 

Fyrirgefiði. Væri ekki nær að orða þetta svona: Staðan í okkar samfélagi væri allt önnur ef bankarnir hefðu ekki verið einkavæddir og seldir í hendur bröskurum, ef eitthvert vit hefði verið í regluverki í kringum fjármálakerfið, ef lóðabröskurum hefði ekki verið gefinn laus taumurinn, ef sveitarfélög hefðu ekki farið í fáránlega samkeppni um lóðaúthlutanir, ef ekki hefði verið einblínt á stóriðju og virkjanir o.s.frv.

 

Auðvitað er vandasamt að vera með lítið hagkerfi, myntin í því er sjálfsagt viðkvæm. En það er ekki íslensku krónunni að kenna að við, íslenskur almenningur, þurfum nú að borga fyrir brask og óraunhæfa skuldsetningar sem var löngu búið að vara við. Evra eða pund eða dollar hefðu ekki komið í veg fyrir það. Ég veit ekki betur en almenningur í evrulöndunum, Bretlandi, Bandaríkjunum og víða annars staðar sé að núna borga það sem braskarar hafa verið að stela. Hér varð þetta meira, ekki vegna þess að við höfðum sérstaka mynt, heldur einfaldlega af því að braskið, þjófnaðurinn sjálfur, var meira miðað við stærð hagkerfisins en annars staðar og stjórnvöld ósvífnari en víðast hvar annars staðar í þjónkun sinni við þjófana.

 

Væri ekki nær að reyna að hafa uppi á þjófunum og ránsfengunum og koma í veg fyrir að svona þjófagengi komist aftur á skrið, frekar en að gleyma sér yfir því hvort einhver annar lás hefði gagnast betur? Það er nefnilega alveg kristaltært að einbeittir þjófar láta lásinn ekki stöðva sig, hvort sem hann er heimasmíðaður eða innfluttur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Sæll Einar! Þakka góðan pistil!

Sammála að "verileikafirringunni",  margumræddu, virðast lítil takmörk sett!

Hlédís, 15.2.2009 kl. 23:38

2 identicon

Heyr, heyr

Þröstur Ingólfur Víðisson (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 00:38

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Því miður hefur Sigrún Elsa Smáradóttiralgerlega rétt fyrir sér.

„Aðstoð“ Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og risalánin sem henni fylgja ásamt öllu skilyrðunum eru aðeins og eingöngu til að bjarga krónunni okkar - við tæmum alla lánmöguleika okkar bara til að bjarga krónunni - koma okkur upp gjaldeyrisvaraforða svo krónan verði aftur nothæf og hægt verði að koma á viðskiptum við aðrar þjóðir.

- Ef við hefðum ekki haft krónuna heldur evru en þó allt annað hefði farið eins ætti IMF ekkert erindi hingað og við gætum notað lánaaðstoð frændþjóðanna beint í uppbyggingu í stað þess að nú fer hún öll til bjargar krónunni. 

- Þetta verðum við að skilja og horfast í augu við. Krónan ein og sér getur gert okkur gjaldþrota sem ríki og sem þjóð og við getum varanlega misst fjárhagslegt sjálfstæði okkar bara vegna hennar.

- Og nú erum við undir hæl IMF bara vegna krónunnar. - Þetta er gjaldeyrissjóður en ekki nein efnhagsaðstoð umfram það að bjarga gjaldmiðli okkar og gjaldeyrisviðskiptum okkar.

Helgi Jóhann Hauksson, 16.2.2009 kl. 00:52

4 Smámynd: Einar Ólafsson

Það má vera að Sigrún Elsa hafi rétt fyrir sér svo langt sem það nær. En aðalatriðið er það, að stefna og stjórnun efnahagsmála hér undanfarin tuttugu ár og þetta ævintýralega brask var ekki í neinu samræmi við stærð hagkerfins og þeirrar myntar sem við höfum. Og burtséð frá myntinni sjálfri, þá var stundaður hér skipulagður þjófnaður árum saman. Þetta er meginástæða þess hvernig fór. Við erum undir hæl IMF fyrst og fremst vegna óráðsíu í efnahagsmálum.

Einar Ólafsson, 16.2.2009 kl. 10:03

5 Smámynd: Sigurbjörg

Takk fyrir góðan pistil Einar

Sigurbjörg, 16.2.2009 kl. 11:33

6 identicon

Ég held að það sé allt of mikil einföldun að kenna krónunni um allt hrunið. Það er svona svipað og kenna nýjum bíl um slys og klúður sem bílstjórinn veldur.Það eru hinir ósvífnu fjárglæframenn sem eiga mestu sökina. Hvernig má það vera að Jón Ásgeir og félög honum tengd skuldi 900 til 1000 milljarða á meðan Landsvirkjun og Orkuveitan skulda um 500 milljarða samtals .Mér finnst gaman að sjá hér á undan að notað er orðið "braskari". Það er búinn að vera lofsöngur um fjárfesta, sem er bara fínt orð yfir marga fjárglæframenn og stórsvindlara. Nútímafjárfestir = sá sem festir peningana í Karabíska hafinu . Með von um að vel fari að lokum . Ps. Hvenær var Hörður Torfason ráðinn til að stjórna landinu?

Olgeir (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 12:12

7 identicon

Skrýtið,

Ég hef alltaf haldið að auðvelt væri að sjá um lítið hagkerfi?. Þú átt að vita hver staðan er?.  Vandræðin byrjuðuð fyrir alvöru þegar tengst væri stærri hagkerfum og gjörningar þar hafa áhrif á þitt litla hagkerfi án þess að þú fáir rönd við reist. Kanski þess vegna sem alþjóðahyggjan í núverandi mynd vekur spurningar. Er erfitt að fylgjast með húsbyggingum eða innflutningi til Íslands?...........eða fjármagnsflutingum???

itg (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 21:29

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég sting upp á Lalla Jóns sem Seðlabankastjóra, Kalla Kókaínhaus sem yfirmann FME, Palla pillu sem yfirmann efnahafsafbrotadeildar og Halla hasshaus sem Forseta Íslands!

Þá loksins er myndinn orðin rétt af landinu!

Fólk sem þekkir ekki pólitík frá efnagaslegum glæp ætti ekkert að vera að auglýsa bjánaskapin hjá sér ..

Góður pistill annars...höfundur er með rétt fyrir sér, en það vantar aðalatriðið...  

Góða nótt.. 

Óskar Arnórsson, 17.2.2009 kl. 13:06

9 Smámynd: Hlédís

Kæri Óskar! Kommentið á rétt á sér. Segðu okkur hvaða aðalatriði vantar?

Hlédís, 17.2.2009 kl. 17:20

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það var stilið 5- 6 milljörðum króna, sumir segja 7 - 9 milljörðum.

Hvernig var farið að þesssu: Ef þú værir Karlbankastjóri kemur einn af þessum ca. 30 manns og segir: "mig vantar 15 miljarða í einum grænum" og "þú færð 1 milljarð lagt inn á þitt nafn hvar sem þú vilt, eða getur fengið það í hvaða gjaldeyri sem er"!

Svo er veisla í boði og kíktu bara á þessar myndir! Flottar stelpur frá Póllandi og Rúmeníu!

Svo er áfengi og kókaín í veisluinni og gangsterarnir búnir að eignast einn  í viðbót. Sömu menn keyptu starfsfólk hjá FME, sama aðferð, öllum bönkum, sama aðferð og ég veit um einn þingmann sem var keyptur svona. Gætu verið fleyri.

Það er meira enn ár síðan ég tilkynnti þetta til lögreglu, og svo undarlega vill til að allir þeir lögreglumenn sem fóru að grafa í þessu sukki, sögðu annaðhvort af sér, eða voru reknir. Einn var flæmdur í burtu.

Maður rökræðir ekki við kókaínista. Aðal atriðið er að Ísland var höndunum á eiturlyfjaneytendum sem svífast enskist. Drepa, ef þarf á að halda.

Peningarnir sem Íslenskt efnhagslíf á með réttu, eru í geymslu í skattaparadísum. Það eru til aðferðir að ná þessu til baka. Það þarf ekki margar milljónir í kostnað af þeirri aðgerð.

Aðferðina vil ég ekki tala um, enn hún virkar á þetta ræningjapakk. Mér hefur verið hótað lífláti út af þessu. Og þegar það virkaði ekki á mig, var mér hótað að konan mín yrði drepinn.

Við erum í öruggu skjóli eins og er.

Þetta er það aðalatri sem  vantaði uppá. Hagkerfið hrundi vegna stærsta bankaráns  sem sögur fara af í Evrópu. Í USA eru þeir enn stórtækari í svona ránum. Enn þar eru þeir alla vega handteknir. 

Óskar Arnórsson, 18.2.2009 kl. 03:06

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

5000 - 6000 milljörðum og sumir segja 7 - 9 þúsund milljörðum..átti þetta að vera..

Óskar Arnórsson, 18.2.2009 kl. 03:07

12 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Menn virðast sumir gleyma því að sum lönd sem eru þegar í ESB eru illa stödd í dag og hafa "þurft" hjálp AGS. Þar má nefna Ungverjaland og Eystrasaltslöndin. Að halda því fram að hugsanlega vera okkar í ESB hefði bjargað okkur er einfaldlega ekki rétt. Vandamálið var auðvitað það sem Einar bendir réttilega á, afhending bankanna í hendur "fjárhættuspilara". Landsbankinn var í ríkiseigu í yfir 10 ár, tók nýju eigendurna aðeins 6 ár að setja hann á hausinn og skilja okkur eftir með skuldirnar. Svo einfald er það, kemur hugsanlegri veru okkar í ESB ekkert við. Bankarnir hefðu ekkert síður rúllað með okkur í ESB.

Guðmundur Auðunsson, 2.3.2009 kl. 17:05

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Flott komment Guðmundur A. Þetta er einmitt svona.

Enn því í ósköpunum má ekki stilla þessu liði upp við vegg og skila peningunum?  Þeir rændu bara efnhagslífi Íslands eins og það lagði sig! Má ekkert gera í málinu?

Óskar Arnórsson, 2.3.2009 kl. 17:32

14 Smámynd: Einar Ólafsson

Tek undir þetta Óskar, auðvitað átti að fara að fara að vinna í því markvisst og hratt strax í október.

Einar Ólafsson, 4.3.2009 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband