Enga meðvirkni með kínversku stjórninni

Það nær ekki nokkurri átt að menn séu einlægt á tánum gagnvart kínverskum stjórnvöldum um leið og Dalai Lama fer í ferðalag. Eina leiðin gagnvart kínversku stjórninni er að hvar sem Dalai Lama kemur, þá hitti hann einhverja fulltrúa stjórnvalda, helst í æðstu stöðum. Þannig getur kínverska stjórnin á endanum lítið gert annað en nöldra. Það er því gott fordæmi hjá ráðherrum og Alþingi að hitta Dalai Lama, sama er að segja um danska forsætisráðherrann. Ef menn hafa áhyggjur af viðskiptum við Kína, þá verða menn bara að líta á það raunsæjum augum að viðskipti við þá sem beita kúgun og brjóta mannréttindi eru alltaf annmörkum háð - þau eiga hreinlega að vera annmörkum háð.
mbl.is Mótmælum komið á framfæri við sendiherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þú veldur mér miklum vonbrigðum með þessarri afstöðu Einar. Það var mikil hátíð fyrir landsmenn þegar kínverjar brutu niður munkaveldið í Tíbet. Þetta var ein al eymdarlegasta birtingarmynd trúarlegrar kúgunar úr svartri forneskju sem þekktist og er þá mikið sagt, sbr. ruglandasögu vesturlanda í því sambandi. Hvað eiga svo kínverjar að gera þegar CIA agentar hafa frítt spil við eitthvað ofurheilaþvegið dót á vesturlöndum? Bestu kveðjur, BF.

Baldur Fjölnisson, 3.6.2009 kl. 21:38

2 Smámynd: Gísli Már Marinósson

Er Dalai Lama eitthvað merkilegri en t.d.Fidel Castro? Ekki finnst mér það. Stjórnálamönnum ber engin skylda til þess að bugta sig og beygja fyrir þessum útlaga.

Gísli Már Marinósson, 3.6.2009 kl. 23:46

3 Smámynd: Einar Ólafsson

Takk fyrir þessa ábendingu, Baldur. Það er ekki ein hlið á þessu máli. Það er ekki eins og kínverska byltingarstjórnin hafi vaðið inn í Tíbet á sínum tíma og hertekið þar frjálsa og lukkulega þjóð. Og þátttaka CIA í uppreisninni 1956 er sannarlega áhugaverður kafli í heimsvaldasögu Bandaríkjanna. Ég er svo sem ekki mjög vel að mér í allri þessari sögu en m.a. má benda á þessa grein á Global Research vefnum:

http://www.globalresearch.ca/index.php?context=va&aid=8442

Hins vegar, ef mér skjátlast ekki, þá eru Tíbetar ekki heldur frjáls og lukkulega þjóð innan hins mikla kínverska alþýðulýðveldis. Ég veit ekki hvort Dalai Lama mundi leiða þá til frelsis, velmegunar og lukku, og kannski er hann glámskyggn á hið stóra skákborð heimsvaldasinnanna, en ég held, þótt vera megi að mér skjátlist, að hann verði vart talinn meðvitað handbendi þeirra, seint verður hann talinn hryðjuverkamaður, hann tekur afstöðu gegn ofbeldi og virðist býsna hófsamur (í það minnsta öllu hófsamari en Hasim Thaci sem NATO-ríkin gerðu að forsætisráðherra í Kosovo).

Við verðum að gera að kröfu til stjórnvalda hér sem annars staðar, þar sem Dalai Lama er á ferð, að þau kynni sér þetta mál og meti það út frá því hvort þau hitti hann að máli eða ekki en láti ekki kínversk stjórnvöld ráða því.

Og Gísli, ég segi ekki að Dalai Lama sé neitt merkilegri en Fidel Castro, hann er kannski öðruvísi og Fidel hefði mátt gera sumt svolítið öðruvísi. En ég hef nú löngum komið Fidel til varnar, enda hefur hann gert ýmislegt og sagt sem má læra af. Ýmislegt varðandi Dalai Lama mætti kannski líka vera svolítið öðruvísi en það má líka ýmislegt af honum læra.

Einar Ólafsson, 4.6.2009 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband