Kólumbía: Sótt að fjársvikamönnum

Ég tók eftir lítilli frétt í Ríkisútvarpinu í morgun sem birtist svo á ruv.is undir ofangreindri fyrirsögn (http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item237501/). Fréttin hefst svona:

 "Kólumbíska ríkisstjórnin setti í gær neyðarlög sem heimila stjórnvöldum yfirtöku ávöxtunarfyrirtækja sem hafa með prettum stolið gríðarlegum fjármunum af almenningi í Kólumbíu. Lögregla réðist gegn atlögu gegn fyrirtækjunum í höfuðborginni Bogota og lagði hald á gögn víða um landið."

Í þessari frétt frá Kólumbíu er ekkert verið að skafa af því: fyrirtækin hafa stolið...

Þegar rætt er um það sem hér hefur gerst er hinsvegar ekki notað svona óheflað orðalag - allavega ekki í Ríkisútvarpinu, það er varla nema á einstaka bloggsíðum talað beinlínis um að sú mikla tilfærsla fjármuna frá almenningi og kjaraskerðing, sem hér hefur orðið, sé þjófnaður. Á fjölmennum útifundum er krafan sú að stjórnendur seðlabankans og fjármálaeftirlitsins og ríkisstjórnin fari frá, en kröfur um að þýfinu verði skilað heyrast furðulítið.

 Auðvitað eru þeir menn sem hafa fengið í hendurnar hundruð milljónir króna út úr fjármálabólunni ekkert annað en þjófar. Auðvitað er það þjófnaður þegar fólk er blekkt til að leggja inn á peningamarkaðsreikninga og fær svo ekki nema 70-85% af því út, o.s.frv. Verum ekkert að skafa af því. Köllum hlutina réttum nöfnum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

nákvæmlega að tala um hlutina og nefna þá réttum nöfnum svo allir skilji

Jón Snæbjörnsson, 18.11.2008 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband