Kjósum VG – en látum ekki þar við sitja. Baráttan heldur áfram!

Fyrir rúmum tíu árum tók ég þátt í að stofna Vinstrihreyfinguna - grænt framboð vegna þess að í þeim hópi var ákveðin gagnrýni á nýfrjálshyggjuna, sem þá sótti mjög á hér sem víðar, og þar kom fram ákveðin umhverfisstefna og gagnrýni á þá tæknirökhyggju sem hafði gegnsýrt iðnvædd samfélög undanfarin tvö hundruð ár, bæði kapítalísk og sósíalísk. Að mínu mati var brýn þörf fyrir slíkan flokk til mótvægis við hina flokkana, sem allir sátu meira og minna fastir í nýfrjálshyggju og tæknirökhyggju með tilheyrandi einkavæðingu bankakerfisins og stóriðjulausnum. Og þar sá ég tækifæri fyrir mig að hafa áhrif - flokkurinn varð sem sagt lýðræðislegt tækifæri fyrir mig, hvað sem öllu „flokksræði" líður.

 Í tíu ár var þessi flokkur síðan einn innan þings til að andæfa þeirri stefnu sem leiddi til hrunsins í haust. Við máttum sitja undir háðsglósum á borð við „fjallagrasaflokk" og „lopapeysulið", við vorum kölluð þröngsýn og afturhaldssöm o.s.frv. En við létum það ekki á okkur fá.

 Eftir að það kom fram, sem við vöruðum alla tíð við, megum við svo sitja undir að vera spyrt saman við hina flokkana, sem hæddu okkur fyrir viðvaranir okkar, við erum kennd við „fjórflokkinn" og sökuð um flokksræði og nú þykir brýnt að gefa okkur frí eins og hinum.

 Vandamálið er ekki flokksræði heldur auðræði og þeir flokkar sem hafa meira og minna þjónað auðræðinu.

 Vandi VG núna, einkum ef hann heldur áfram þátttöku í ríkisstjórn í málamiðlun við annan flokk, einn eða fleiri, er að standa í lappirnar gegn auðvaldinu, sem mun gera allt sem hægt er til að halda sínu. Góð kosning og svo áfram öflugur stuðningur - og aðhald - úti í samfélaginu, skiptir miklu máli. Stuðningur við VG er skilaboð um að við viljum ekki lengur láta hagsmuni auðvaldsins ráða för.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sæll Nafni minn.

Ég vildi að ég gæti verið þér sammála núna , en ég get ekki stutt flokk sem ætlar að hegna mér fyrir að vinna með hækkunar á sköttum og ætlar að setja eignaskatt á aldraða og þá sem eiga eignir skuldlitlar.  Ég vil benda þér á að það er til fólk sem ekki tók þátt í bulllinu og greiddi niður skuldir í "góðærinu".  Síðan kemur fyrirtæki sem ætlar að kosta miklu til og skapa mikla atvinnu ´2-300 manns sem þíðir 600 afleidd störf, og ætlar að hefja hvalveiðar þá á að leggja 1.000.000 kr skatt á hvert dýr.  Þvílikt bull.  Ef við ætlum að vera að veiða fisk hér við land verðum við að gæta jafnvægis í sofnum okkar.  Það er ekki nóg að vera bara á móti öllu sem gert er.  Síðan er Lífeyrissjóðurinn hjá hinum háa herra Ögmundi Jónassyni í einu mesta  bullinu af öllum lífeyrissjóðukm, ég get talið meira upp ef þú villt.

Einar Vignir Einarsson, 22.4.2009 kl. 18:05

2 Smámynd: Gísli Már Marinósson

Sæll Einar Ólafsson. Hvernig ætlið þið VG að blása lífi í atvinnulífið ef þið eruð á móti atvinnustarfssemi sem skapar mörg störf og skapar mikinn gjaldeyrir einkum vegna þess að slík starfssemi er í andstöðu við stefnu flokksins. Hækkun skatta sem þið boðið er ekki fallið til þess að vekja atvinnulífið til lífssins. Þið verðið að átta ykkur á því að þingmenn eru starfsmenn sem þjóðin kýs til þess að vinna fyrir fólkið en ekki vinna fyrir flokkinn.Flokksræðið virðist fólkinu yfirsterkari

Gísli Már Marinósson, 22.4.2009 kl. 22:03

3 Smámynd: Erla J. Steingrímsdóttir

Ég hef hugleitt að kjósa VG í þessum kosningum og ég væri alveg ákveðin í að gera það ef VG væri ekki með vitleysinginn hana Kolbrúnu Harðardóttur innan borðs.  VG tapar fylgi á að hafa þessa manneskju í framvarðarsveit sinni.

Erla J. Steingrímsdóttir, 22.4.2009 kl. 22:21

4 Smámynd: Erla J. Steingrímsdóttir

Sorrý þetta átti að vera Kolbrún Halldórsdóttir

Erla J. Steingrímsdóttir, 22.4.2009 kl. 22:23

5 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Eruð þið búin að ákveða ykkur með olíleitina? Af eða á.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 22.4.2009 kl. 23:29

6 Smámynd: Einar Ólafsson

Það er ekkert að afsaka, Börkur, þvert á móti.

Vaðrandi skattastefnu VG bendi ég á upplýsingar hér:

Það er stefna VG að bæta við 2 skattþrepum á tekjur yfir 500.000 kr. á mánuði. Það mundi þýða svolítið hærri skatt á tekjur yfir 500 þúsund á mánuði (sjá http://www.vg.is/frettir/eldri-frettir/nr/4030)

Það segir mest um þá sjálfa, sem reka upp ramakvein yfir því að reynt sé að hlífa þeim sem lægst hafa launin og færa álögurnar yfir á hina tekjuhærri ef ekki verður hjá þeim komist.

Það hefur hins vegar ekkert verið samþykkt á vettvangi VG um eignarskatt, þótt hugmyndir hafi verið á lofti (sjá http://www.vg.is/frettir/eldri-frettir/nr/4133).

Einar Ólafsson, 23.4.2009 kl. 02:31

7 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Enn stækka búin í landbúnaði, byggt á tæknirökhyggju. Bændur skuldsetja sig út úr rekstrarumhverfi sínu allt vegna tæknirökhyggju. Þetta þarf að hugsa.

Undir þetta skrifar landbúnaðrráðherra með nýjum búvörusamningi. Engu breytt. BSRB kom að undirbúningi mjólkursamning 2004 og samþykkti að hann væri verðbættur. BSRB er með óverðtryggðan launasamning. Það þarf að velta þessu fyrir sér. Hverni á þessu stendur.

Gróðurhúsabændur skrifa ekki undir búvörusamninga landbúnaðrráherra Vinstri-grænn, af því að þeir eru óánægðir með uppsprengt raforkuverð. Á þá ekki að rækta grænmeti á Íslandi með alla þessa ódýru orku. Hvað veldur?

Hróp eru gerð að umhverfisráðherra á blogginu og skorað er á Vinstri-græna að strika hana út. Er hún ekki bara að sinna starfi sínu. Það yrði nú tekið eftir því ef umhverfisráðherra yrði strikaður út. Alveg sama þó hún hafi sagt eitthvað sem ekki öllum líkaði.

Gleðilegt sumar!

Þorsteinn H. Gunnarsson, 23.4.2009 kl. 10:00

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Einar, hef aldrei sett inn athugasemd hjá þér áður, en mátti til núna því ég er að reyna að komast að einhverri niðurstöðu um raunveruleg stefnumál VG fyrir morgundaginn.

Þú nefnir "iðnvædd samfélög" - er það skoðun VG að íslenskt samfélag sé iðnvætt samfélag?

Kolbrún Hilmars, 24.4.2009 kl. 14:22

9 Smámynd: Einar Ólafsson

Hvort VG telji Ísland vera iðnvætt samfélag.

 

Þegar ég nefndi „iðnvædd samfélög“ var ég ekki að tala um Ísland sérstaklega. Ég nefndi þetta í samhengi við það sem ég kalla „tæknirökhyggju“, en hún varð ríkjandi hugmyndafræði með iðnvæðingunni, tæknivæðingunni og uppgangi kapítalismans í Evrópu og Norður-Ameríku. Þá eru við líklega einkum að tala um 19. öldina og svo áfram 20. öldina. Og þessi hugmyndafræði var líka rótgróin í sósíalísku löndunum og um allan heim, líka í þróunarlöndunum. Með þessari hugmyndafræði er einblínt á tæknilegar lausnir og vöxt, þar með hagvöxt. Henni fylgir það sem finnski heimspekingurinn Georg Henrik von Wright kallaði „framfaragoðsögnina“ í samnefndri bók sem hefur komið út á íslensku.

 

Í þessu samhengi skiptir ekki máli hvort Ísland telst „iðnvætt samfélag“ eða ekki, þessi hugmyndfræði hefur skotið jafn djúpum rótum hér sem annars staðar hvort sem er. Án þess ég hafi farið í saumana á því, þá held ég að Ísland beri mörg merki „iðnvædds samfélags“ en hefur líka sína sérstöðu sem byggist annars vegar á fámenni og hins vegar á því að Ísland fór að iðnvæðast mjög seint og hér byggðist hagkerfið lengi vel verulega á einum atvinnuvegi, sem var sjávarútvegur. Í svona vanþróuðu samfélagi, eins og Ísland er að mörgu leyti, getur „tæknilega rökhyggjan“ birst á mjög öfgafullan hátt í formi stórra og einfaldra lausna, eins og stóriðjustefnan er dæmi um, og reyndar líka útþensla bankanna og útrásin þar sem vaxtarhyggjan fór algerlega út í öfgar.

 

Ég veit ekki til að á vettvangi VG hafi farið fram nein virkileg greining á þessu, en í reynd er flokkurinn mjög gagnrýninn á þessa hugmyndafræði og á þar samleið með æ fleiri hreyfingum víðsvegar um heim.

 

Ég get bent á gamlar greinar eftir mig, frá því áður en VG var stofnaður, , t.d. tvær frá 1995, („Vinstrihreyfingin og kreppa velferðarríkisins“) þar sem ég vík að þessu:

http://notendur.centrum.is/~einarol/vinstrihr_95.html

(sjá einkum seinni greinina)

 

Einnig má nefna grein frá 1997, „Nýtt flokkakerfi eða nýja hugsun“:

http://notendur.centrum.is/~einarol/vinstrihr_feb97.html

 

Einar Ólafsson, 25.4.2009 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband