Ísrael/Gaza 2009 - Júgóslavía/Kósovó 1999

Í mars 1999 hóf NATO loftárásir á Júgóslavíu. Ástæðan var sögð framferði Serba í Kósovó. Kósovó, sem að meirihluta var og er byggð Albönum, hafði tilheyrt Serbíu (sem var hluti af Júgóslavíu) í langan tíma. Kósovó-albanir höfðu sætt mismunun og um skeið hafði verið alvarlegt ástand í héraðinu. Um þrem árum fyrr hafði vopnuð frelsishreyfing farið að láta til sín taka meðal Kósovó-albana (UCK - ensk skammstöfun KLA). UCK gerði sig seka um ýmiskonar voðaverk gagnvart serbneska minnihlutanum í Kósovó og var talin hryðjuverkasamtök af mörgun, einnig gagnrýnendum serbneskra stjórnvalda (sjá t.d. http://www.senate.gov/~rpc/releases/1999/fr033199.htm). Haustið 1998 var ástandið betra og friðargæslulið á vegum ÖSE var í landinu. Upp úr áramótum fór spenna hinsvegar aftur vaxandi, fáein voðaverk voru framin, en þó hafði ekki komið til verulega alvarlegra átaka þegar ríki Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku töldu svo brýna ástæðu til að skerast í leikinn að NATO var látið hefja loftárásir á Júgóslavíu í mars.

 

Auðvitað eru Júgólavía/Kósovo 1999 og Ísrael/Gaza 2009 ekki fyllilega sambærileg, en þó eru viss líkindi þarna á milli. Og þegar þau eru skoðuð er sláandi hversu viðbrögðin eru ólík. Utanríkisráðherra hafnar algerlega að slíta stjórnmálasambandi, það var ekki einu sinni gert gagnvart Júgóslavíu undir Milosevic, segir hún (http://tinyurl.com/9z2w47). Nei, hinsvegar voru gerðar loftárásir á Júsgóslavíu. Ég er ekki að kalla eftir loftárásum á Ísrael. En það mætti kannski leita einhverra áhrifaríkari viðbragða en fordæmingar í orði.


mbl.is Hörðustu árásir á Gasaborg til þessa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Loftárásir NATO á Kosovo mörkuðu ákveðin þáttaskil. NATO sem er varnarbandalag N.Atlantshafsríkja, gerðist árásaraðili á annað Evrópuríki.

Vinur minn einn, Kosovo-albani, leiðrétti mig snarlega þegar ég vildi ræða við hann illsku serba í garð  albana, og benti mér á að landar sínir ættu allan heiður skilinn í því samhengi. Hann var mjög ósáttur við afskipti NATO og sagði þetta vera innanríkismál serba.

Þátttaka okkar í NATO er ekki lengur nauðsyn og við ættum að slíta okkur frá....

...eftir Kosovo og Iraq  eru hendur okkar flekkaðar blóði, það væri því gott að sjá okkar annars gagnslausu stjórnvöld mynda sér einhuga skoðun og bregðast svo við þessum ósköpum með einhverjum afgerandi hætti.

Haraldur Davíðsson, 15.1.2009 kl. 18:34

2 Smámynd: Ár & síð

Hér má sjá myndir sem Mads Gilbert tók við störf sín á Gaza.
Matthías

Ár & síð, 15.1.2009 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband