Færsluflokkur: Bloggar

Brýnum stéttarfélögin

Birtist í Fréttablaðinu 12. janúar 

 

Með hruni íslenska fjármálakerfisins afhjúpaðist það sem líklega má kalla mesta arðrán Íslandssögunnar. Og almenningur heimtar réttlæti, krefst rannsóknar á glæpnum, kallar eftir afsögn þeirra stjórnmála- og embættismanna sem sköpuðu skilyrði fyrir glæpinn og hylmdu yfir hann, krefst þess að þeir sem hlut áttu verði dregnir til ábyrgðar og heimtar að ránsfengum verði skilað. Í meira en þrjá mánuði hafa þúsundir manna komið saman á Austurvelli auk fjölda annarra samkomna og mótmælaaðgerða. En það er ekki hlustað á almenning, láti hann í sér heyra er hann kallaður skríll. En almenningur á sér samtök, nærri því hver einasti launamaður er í stéttarfélagi.

 

Meginverkefni stéttarfélaganna er að standa vörð um kjör félagsmanna sinna - og lágmarka arðránið. Og stéttarfélögin hafa afl, sameinuð hefur verkalýðshreyfingin mikið afl ef hún virkjar það. Stéttarfélögin mega ekki standa á hliðarlínunni meðan almenningur safnast saman á sjálfsprottnum fundum. Vissulega sitja þau ekki aðgerðalaus. Stéttarfélögin hafa meðal annars verið að gera kjarasamninga undanfarið ár og nú er framundan víðtækt samráð um launa- og kjarastefnu fram á næsta ár og gengur undir nafninu þjóðarsátt. Þessir samningar munu óhjákvæmilega mótast mjög af því efnahagslega neyðarástandi sem ríkir í landinu og það verður lagt mjög fast að verkalýðshreyfingunni að fara varlega, það verður vísað til drauganna tveggja, ótryggs atvinnuástands og verðbólgu.

Og vissulega þarf verkalýðshreyfingin að verjast þessum draugum, en hún má ekki heldur láta þá glepja sér sýn, hún má ekki horfa framhjá því að launafólk ber ekki ábyrgð á kreppu auðvaldsins og henni ber að lágmarka arðránið. Verkalýðshreyfingin verður að ganga til þessara samninga með skýr markmið sem kristallast í þrennu: að tryggja atvinnu, verja velferðarkerfið og koma í veg fyrir að kreppunni verði velt yfir á herðar launafólks. Í því felst meðal annars krafa um uppgjör á því sem gerðist og að allra ráða verði beitt til að ránsfengnum verði skilað.

Það er hamrað á að nú verði allir að standa saman, þjóðarsátt. En það er brýnt að muna eftir beittasta vopni verkalýðshreyfingarinnar, verkfallsvopninu. Við skulum reyna að ná þjóðarsátt um launa- og kjarastefnu, en ef sú stefna á að ganga út á að launafólk og alþýðan almennt eigi að bera kostnaðinn af kreppu auðvaldsins en ræningjarnir að sleppa meira og minna, ja, hvenær ef ekki þá er rétt að beita verkfallsvopninu? Félagsmenn í stéttarfélögum, brýnum félögin, brýnum forystuna, brýnum vopnin!

 

Sjá einnig á þessari bloggsíðu:

St. Rv. krefst þess að ránsfengnum verði skilað

Kjarasamningar - enn skal ítrekað: verkalýðurinn ber ekki ábyrgð á kreppu auðvaldsins!

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar krefst kjarasamninga og rannsóknar á hruni efnahagslífsins




Fjárlög 2009: 1,4 milljarður í hernaðarmál

Þessi grein birtist á Friðarvefnum, fridur.is, 9. desember.

18. desember sl. var hér á Friðarvefnum farið yfir tillögur fjárlagafrumvarpsins fyrir 2009 um útgjöld til varnarmála. Niðurstaðan var þessi:

• Varnarmálastofnun: 1.409,4 milljónir króna
• NATO: 70,8 milljónir króna
• Fastanefnd Íslands hjá NATO: 123,9 milljónir króna
Samtals: 1604,1 milljónir króna

Fjárlögin voru afgreidd í þinginu 22. desember og þegar endanleg niðustaða er skoðuð hafa orðið nokkrar breytingar.

Útgjöld til Varnarmálastofnunar hafa lækkað nokkuð og eru 1.227 milljónir króna (bls. 58) en bein útgjöld vegna aðildarinnar að NATO hafa hinsvegar hækkað og eru 87,6 milljónir króna (bls. 60). Ekki kemur fram í lögunum sjálfum kostnaður við Fastanefnd Íslands hjá NATO en heildarkostnaður vegna sendiráða (fastanefndin er undir þeim lið) er hins vegar heldur hærri (9,3 milljónir) í lögunum en gert var ráð fyrir í frumvarpinu og má því ætla að ekki hafi verið dregið úr kostnaði við fastanefndina, sem er þá 123,9 milljónir króna. Ef það er rétt, þá er heildarkostnaðurinn 1438,5 millljónir króna.

Þessi útgjöld eru að verulegu leyti gagnslaus og reyndar til ills eins. Þó má vera að Ratsjárstofnun, sem var sett undir Varnarmálstofnun við stofnun hennar í fyrra, sé til einhvers gagns. Útgjöld vegna Ratsjárstofnunar samkvæmt fjárlögum 2008 voru 822,3 milljónir króna en í frumvarpinu fyrir 2009 kemur engin sundurliðun fram. Ef við reiknum með svipuðum útgjöldum 2009, þá er annar kostnaður við Varnarmálstofnun 404,7 milljónir króna, sem er þarflaus. Samtals mætti því spara að minnsta kosti 616,2 milljónir króna og sennilega miklu meira.

Til samanburðar þessum tölum má geta þess að með þeim tillögum sem heilbrigðisráðherra kynnti nú í vikunni um skiplagsbreytingar í heilbrigðiskerfinu á að spara 1300 milljónir og sértekjur heilbrigðisstofnana af komugjaldi vegna innlagnar á sjúkrahús eru áætlaðar um 360 milljónir á næsta ári.

Friðarvefurinn 18. des. 2008: Fjárlagafrumvarpið: 1,6 milljarður í hernaðarmál
Fjárlög fyrir árið 2009 (pdf-skjal)
Fréttablaðið 8. jan. 2009: Stofnunum verður fækkað og skorið niður um 1300 milljónir
Visir.is 23. des. 2008: Ný gjöld og hækkun í heilbrigðisþjónustu

 


Sjúkrahúsrekstur í hendur lyfjafyrirtækja?

Nú er að koma gangur í þetta hjá heilbrigðisráðherra - ekki lengur einhverjir "áhugasamir heilbrigðisstarfmenn" að taka að sér rekstur - engir kotungar, ekkert hallærislegt Heilsverndarstöðvardæmi - nú er það sjálfur Actavis-kraftaverkamaðurinn, gott að maður með reynslu í lyfjaiðnaðinum komist nú í sjúkrahúsrekstur, ekki ónýtt fyrir Actavis (nokkur hagsmunaárekstur?):

 Vísir, 21. nóv. 2008 11:47 : Segir Róbert Wessmann hafa skoðað skurðstofur

Vísir, 21. nóv. 2008 13:30 : Róbert beitir sér fyrir samstarfi við virta sjúkrastofnun í Bandaríkjunum

Salt Investments fulfils a unique role on the global financial scene, combining successful business operations as an investment firm with consideration and caring for health, education and environmental issues. http://www.saltinvestments.com/

Salt Pharma

An important part of Salt Investments’ portfolio is its holding in Actavis Group, a company with a leading global presence in the development, manufacture, and sale of first-class generic pharmaceuticals. http://www.saltinvestments.com/Salt-Pharma/


mbl.is Væntir mikils af Sjúkratryggingastofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýnum samstöðu - Stöðvum fjöldamorðin


Mótmælafundur við sendiráð Bandaríkjanna
Fimmtudaginn 8. janúar klukkan 17:00

Félagið Ísland Palestína efnir til mótmælafundar við sendiráð Bandaríkjanna að Laufásvegi 21,
á morgun fimmtudaginn 8. janúar klukkan 17:00, þar sem stuðningi ríkisstjórnar
Bandaríkjanna
við fjöldamorðin á Gaza svæðinu verður mótmælt.


Formaður félagsins, Sveinn Rúnar Hauksson mun flytja stutta ræðu og lesin verður upp
yfirlýsing frá félaginu sem svo verður afhent starfsfólki sendiráðsins.

Látum erindið berast! Fjölmennum!

http://www.facebook.com/event.php?eid=52809483254
http://www.facebook.com/event.php?eid=52809483254#/group.php?gid=56303282800


Ljós í myrkrinu

Þetta er tiltölulega skorinorð yfirlýsing hjá utanríkisráðherra og henni ber að fanga þótt en sé væntanlega langt í land að kröfum um stjórnmálaslit verði mætt.

Það er kannski rétt að bera þessa yfirlýsingu saman við orð menntamálaráðherra, varaformanns Sjálfstæðiflokksins, í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu í dag. Svo vitnað sé í vef RÚV:

"Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki unnt að fordæma aðgerðir Ísraela að svo stöddu. Ríkisstjórnin hafi ekki rætt málið en geri það væntanlega í vikunni. Ekki megi gleyma ábyrgð Hamas-samtakanna á ástandinu."

Í þessu viðtali kom fram ótrúlegt skilningsleysi og tilfinningaleysi fyrir aðstæðum Palesínumanna. Að þeim hefur verið þrengt stöðugt á undanförnum áratugum, land þeirra gert að fangabúðum í bókstaflegri merkingu þar sem þeir komast ekki milli eigin byggða nema gegnum niðurlægjandi meðferð við varðstöðvar Ísraelsstjórnar, í mörgum tilvikum gert nær ómögulegt að sækja vinnu, lífsnauðsynlegar ferðir á sjúkrahús tafðar von úr viti, byggðir þeirra lokaðar af með ókleifum múr o.s.frv., o.s.frv. Stöðugt hefur verið hamrað á að samkomulag verði að nást milli Ísraels og Palestínu og Palestínumenn hafa stöðugt gefið meira eftir meðan Ísraelsmenn virða ekki samþykktir SÞ. Loks urðu til herskárri samtök meðal Palestínumanna sem fá stuðning meðal almennings, sem hefur búið við harðræði og ofsóknir áratugum saman og eygir varla nokkra von. Hvaða skoðun sem við höfum  á Hamas-samtökunum, þá skulum við ekki gleyma úr hvaða jarðvegi þau spretta - og hverjir hafa plægt þann jarðveg.

Hvernig getur menntamálaráðherra Íslands leyft sér að hafna því að fordæma fjöldamorð á innikróuðu fólkinu með tilvísun til þess að ekki megi gleyma ábyrgð Hamas-samtakanna á ástandinu? Ástandið var orðið til löngu áður en Hamas-samtökin vorur stofnuð, þessi árás á Gaza núna er bara framhald á yfirgangi  og árásum sem hafa staðið áratugum saman. Og nú ætti að vera komið nóg - burtséð frá stefnu og aðgerðum Hamas.


mbl.is Fordæmir innrás á Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mælirinn fullur!

Er ekki óhætt að segja nú að mælirinn sé fullur. Komið að stjórnmálaslitum, það er eitthvað sem íslenska ríkisstjórnin getur gert. Utanríkisráðherra hefur sagt að mikilvægt sé að halda upp samræðum, en hversu lengi á maður að spjalla við fjöldamorðingjann? Og svo er viðskiptabann. sem verður að vera alþjóðleg aðgerð. Og sjálf getum við hundsað Evróvisjón í vor ef Ísraelar verða með - eða aðra menningartengda atburði.
mbl.is Landher Ísraels inn á Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kryddsíldarmótmælin

Hér er mjög skilmerkileg frásögn af því sem gerðist við Hótel Borg á gamlársdag - og tilvísanir í fleiri lýsingar:

 

http://ak72.blog.is/blog/ak72/

 

 


Ógöngur 2008 - Kryddsíldarmótmælin

Ógöngur 2008 - Kryddsíldarmótmælin


Baráttan heldur áfram!

Ég var fyrir utan dyrnar, sá ekki almennilega inn, svo að ég sá ekki hvað var að gerast þegar löggan greip til aðgerða. Löggan hafði haldið sig heldur til hlés en var þó farin að færa sig nær, komin í dyrnar og inn fyrir. Fyrir utan var allt frekar rólegt, fólk lét auðvitað í sér heyra, enda var það meiningin. Ég hafði þó á tilfiinningunni að heldur væri að draga úr þessu, hafði sjálfur fært mig aðeins til baka þegar fólk kom hlaupandi út og hélt fyrir augun og ljóst var að táragasi hafði verði beitt. Eftir það æstist leikurinn auðvitað aftur.

 Þetta voru velheppnaðar aðgerðir af því að þær sýna að fólk lætur ekki vaða ayfir sig og ætlar ekki að gefast upp.

Baráttan heldur áfram!

Sjá vídeó: http://halo.blog.is/blog/halo/entry/758739/


mbl.is Mótmælin áttu að vera friðsamleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza

palestinafrjals 02

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza á Lækjartorgi, þriðjudag 30. desember kl. 16

Kröfur dagsins eru:

Stöðvið fjöldamorð Ísraelshers á Gaza

Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael

Ræðumenn verða:

María S. Gunnarsdóttir, formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna

Ögmundur Jónasson, alþingismaður

Sr. Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur

Fundarstjóri: Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands

Fundurinn er undibúinn af Félaginu Ísland-Palestína með stuðningi fjölmargra félagasamtaka

Fjölmennum!

Látum erindið berast á Facebook: http://www.facebook.com/n/?event.php&eid=41181914711


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband